Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2019 11:16 Frá blaðamannafundinum í morgun þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. AP/Tatan Syuflana Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 189 létu lífið í slysinu sem er annað tveggja sem leiddi til þess að flugmálayfirvöld um gervallan heim kyrrsettu 737 MAX flugvélarnar. Stór hluti sakarinnar er þó Boeing, samkvæmt rannsakendum, sem segja starfsmenn fyrirtækisins ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni vegna hugbúnaðar flugvélanna og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki veitt fyrirtækinu nægt aðhald. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Kerfi þetta kallast MCAS og er bilaður skynjari sagður hafa leitt til þess að hugbúnaðurinn taldi flugvélina vera í ofrisi og því hafi sjálfsstýring flugvélarinnar þvingað hana til að lækka flugið og þar með auka hraða hennar. Starfsmenn Lion Air gerðu einnig mistök, sem og áhöfn flugvélarinnar. Nurcahyo Utomo, einn rannsakenda, ræddi við blaðamenn í dag, og sagði hann að alls hefðu þeir fundið níu atriði sem ollu slysinu. Samkvæmt frétt Reuters neitaði hann að segja að eitt hefði verið áhrifameira en annað og sagði þess í stað að öll hafi leitt til slyssins.Meðal þess sem vísað er til í skýrslunni er að MCAS-kerfið byggi á einum skynjara. Hann hafi gefið frá sér rangar upplýsingar og flugmennirnir hafi ekki getað tekið yfir stjórn flugvélarinnar aftur. Skynjari þessi var víst stilltur vitlaust af fyrirtæki í Flórída og framkvæmdu starfsmenn Lion Air ekki prófanir á honum áður en þeir settu hann í flugvélina. Þar að auki hefðu forsvarsmenn Lion Air átt að vera búnir að kyrrsetja flugvélinna vegna vandræða sem höfðu áður komið upp. Í síðust ferð flugvélarinnar fyrir slasið höfðu flugmenn lent í sambærilegum vandræðum en þeir létu engan vita af því almennilega. Þar að auki vantaði 31 blaðsíðu í viðhaldsskrá flugvélarinnar. Í skýrslunni segir að flugmaðurinn hafi ekki staðið sig vel í þjálfun fyrir að fljúga 737 MAX flugvélum og að hann hafi átt í erfiðleikum með fara í gegnum röð aðgerða sem hann hafi átt að vera búinn að leggja á minnið. Hann tók við stjórn flugvélarinnar af flugstjóranum skömmu áður en MCAS-kerfið tók yfir stjórn flugvélarinnar og segja rannsakendur að flugstjórinn hafi ekki kynnt honum aðstæður nægilega vel.Samkvæmt frétt Guardian er þessi rannsókn ein af mörgum sem beinast að Boeing og slysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningar 737 MAX flugvélanna. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið hörðum höndum að endurbótum og vonast þeir til þess að flugvélunum verði hleypt aftur í loftið fyrir lok þessa árs. Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira
Rannsakendur í Indónesíu segja samspil margra þátta, eins og tæknilegra galla, mistök við viðhald og mistök flugmanna, hafa leitt til þess að Boeing 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. 189 létu lífið í slysinu sem er annað tveggja sem leiddi til þess að flugmálayfirvöld um gervallan heim kyrrsettu 737 MAX flugvélarnar. Stór hluti sakarinnar er þó Boeing, samkvæmt rannsakendum, sem segja starfsmenn fyrirtækisins ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni vegna hugbúnaðar flugvélanna og að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki veitt fyrirtækinu nægt aðhald. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Kerfi þetta kallast MCAS og er bilaður skynjari sagður hafa leitt til þess að hugbúnaðurinn taldi flugvélina vera í ofrisi og því hafi sjálfsstýring flugvélarinnar þvingað hana til að lækka flugið og þar með auka hraða hennar. Starfsmenn Lion Air gerðu einnig mistök, sem og áhöfn flugvélarinnar. Nurcahyo Utomo, einn rannsakenda, ræddi við blaðamenn í dag, og sagði hann að alls hefðu þeir fundið níu atriði sem ollu slysinu. Samkvæmt frétt Reuters neitaði hann að segja að eitt hefði verið áhrifameira en annað og sagði þess í stað að öll hafi leitt til slyssins.Meðal þess sem vísað er til í skýrslunni er að MCAS-kerfið byggi á einum skynjara. Hann hafi gefið frá sér rangar upplýsingar og flugmennirnir hafi ekki getað tekið yfir stjórn flugvélarinnar aftur. Skynjari þessi var víst stilltur vitlaust af fyrirtæki í Flórída og framkvæmdu starfsmenn Lion Air ekki prófanir á honum áður en þeir settu hann í flugvélina. Þar að auki hefðu forsvarsmenn Lion Air átt að vera búnir að kyrrsetja flugvélinna vegna vandræða sem höfðu áður komið upp. Í síðust ferð flugvélarinnar fyrir slasið höfðu flugmenn lent í sambærilegum vandræðum en þeir létu engan vita af því almennilega. Þar að auki vantaði 31 blaðsíðu í viðhaldsskrá flugvélarinnar. Í skýrslunni segir að flugmaðurinn hafi ekki staðið sig vel í þjálfun fyrir að fljúga 737 MAX flugvélum og að hann hafi átt í erfiðleikum með fara í gegnum röð aðgerða sem hann hafi átt að vera búinn að leggja á minnið. Hann tók við stjórn flugvélarinnar af flugstjóranum skömmu áður en MCAS-kerfið tók yfir stjórn flugvélarinnar og segja rannsakendur að flugstjórinn hafi ekki kynnt honum aðstæður nægilega vel.Samkvæmt frétt Guardian er þessi rannsókn ein af mörgum sem beinast að Boeing og slysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningar 737 MAX flugvélanna. Starfsmenn fyrirtækisins hafa unnið hörðum höndum að endurbótum og vonast þeir til þess að flugvélunum verði hleypt aftur í loftið fyrir lok þessa árs.
Boeing Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Sjá meira