Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2019 23:30 Donald Trump er gjarnan að finna á blaðsíðum New York Times og Washington Post. Vísir/Getty Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að um sparnaðarráð að ræða. Trump hefur í gegnum forsetatíð sína gagnrýnt blöðin tvö harðlega og gjarnan sakað þau um að framleiða falsfréttir sem miði að því að koma höggi á forsetann, þó fátt bendi til annars en að blöðin séu aðeins að veita honum og ríkisstjórn hans eðlilegt aðhald. Í viðtalsþætti á Fox News fyrr í vikunni ýjaði Trump að því að Hvíta húsið myndi segja upp áskrift að blöðunum tveimur. „New York Times, sem er falsfjölmiðill, við viljum það ekki einu sinni inn í Hvíta húsið lengur. Við munum líklega segja upp áskriftinni að því og Washington Post,“ sagði Trump.Í frétt Wall Street Journal segir að unnið sé að því að senda tilmæli til ríkisstofnana um að endurnýja ekki áskriftir að blöðunum.„Það að endurnýja ekki áskriftir allra ríkisstofnana mun verða talsverð sparnaðaraðgerð. Við erum að tala um hundruð þúsund dollara,“ er haft eftir tölvupósti frá Stephanie Grisham til Wall Street Journal.Ekki liggur fyrir hversu margar áskriftir ríkisstofnanir Bandaríkjanna eru með að blöðunum tveimur, né hver kostnaðurinn við þær sé.Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna myndi hætta að kaupa áskrift að fjölmiðli vegna þess að honum mislíkaði umfjöllun hans. John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna á árunum 1961-1963 sagði upp áskrift Hvíta hússins að New York Heral dagblaðinu. Áskriftin var þó endurnýjuð nokkru seinna, að því erkemur fram á vef CNN.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Veður Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira