Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu Berglind Waage, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Kristrún María Heiðberg og Marta Gunnarsdóttir skrifa 24. október 2019 12:30 Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun