
Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu
Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.
Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“
Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega.
Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“
Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann.
Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.
Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.
Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.
Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.
Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Skoðun

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar