Öflugt Samkeppniseftirlit Lárus Sigurður Lárusson skrifar 24. október 2019 09:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun