Öflugt Samkeppniseftirlit Lárus Sigurður Lárusson skrifar 24. október 2019 09:30 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samkeppnismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kynnt ný frumvarpsdrög um breytingu á samkeppnislögum. Breytingarnar lúta helst að því að takmarka heimildir Samkeppniseftirlitsins og er tilgangur þeirra sagður vera að einfalda framkvæmd laganna og auka skilvirkni. Virk samkeppni er hagsmunamál allra enda er hún neytendum og almenningi til hagsbóta og eykur samkeppnishæfni atvinnulífs. Þannig var t.d. opnun markaða og afnám samkeppnishindranna stór liður í endurreisn atvinnulífsins eftir efnahagshrunið og gengdi Samkeppniseftirlitið þar lykilhlutverki. Með frumvarpsdrögum þessum eru mikilvægar heimildir teknar af Samkeppniseftirlitinu og staða þess veikt verulega. Sú aðgerð, að taka tækin úr höndum eftirlitsaðilans, mun ekki einfalda regluverk eða leiða til einföldunar efnisregla samkeppnisréttarins. Þær reglur eru óbreyttar, t.d. efnisreglur um hvað geti fallið undir ólögmætt samráð eða samstilltar aðgerðir, sem í gegnum tíðina hafa verið taldar flóknustu reglurnar enda háðar mati á heildaraðstæðum hverju sinni. Víst stjórnvöldum er umhugað að einfalda regluverk og framkvæmd samkeppnislaga þá ættu þau að beita sér fyrir því að ryðja úr vegi samkeppnishömlum sem finnast á ýmsum mörkuðum. Hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað bent á fjölda aðgerða í þessu samhengi á yfir hundrað mörkuðum hér á landi, allt frá útgáfu skýrslu Eftirlitsins nr. 2/2008 og fleiri skýrslum í kjölfar hennar. Þetta staðfesti einnig hin svokallaða Mackinsey skýrsla og var sömu aðferðafræði beitt í fleiri ríkjum eftir hrun. Verði frumvarpsdrögin að veruleika er alveg ljóst að það er gert á kostnað neytenda og alþýðu þessa lands. Með þeim verða tennurnar dregnar úr Samkeppniseftirlitinu og það veikt til muna. Það yrði mikil afturför. Því er oft haldið fram að strangar reglur á þessu sviði séu atvinnulífinu mjög til vansa. Þetta er rangt. Öflugt eftirlit á þessum vettvangi er aðeins þeim til trafala sem best þrífast í fákeppnisumhverfi. Öflugt eftirlit er ekki síður til hagsbóta litlum og meðalstórum fyrirtækjum enda eru það þau fyrirtæki sem oftast þurfa að leita til Samkeppniseftirlitsins til að ryðja úr vegi hindrunum á mörkuðum. Þar að auki hefur það sýnt sig að virk og heilbrigð samkeppni skilar fyrirtækjum á markaði miklu meiru en fákeppnin. Það er því beinlínis atvinnulífinu til bóta að hafa öflugt Samkeppniseftirlit en ekki öfugt.Höfundur er lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun