Körfubolti

Spennuleikir í Dominos-deild kvenna í kvöld: Haukar og KR elta Íslandsmeistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástrós Lena átti frábæran leik í kvöld.
Ástrós Lena átti frábæran leik í kvöld. vísir/bára
Fjórða umferðin í Dominos-deild kvenna fór fram í kvöld. Valsstúlkur eru enn taplausar á toppnum en Breiðablik og Grindavík eru án stiga á botninum.

Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur á Blikum, 64-62, í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld en Haukarnir voru átta stigum yfir í hálfleik, 31-23.

Blikarnir voru þó aldrei langt undan en er mínúta var eftir leiddu Haukar með sjö stigum. Þrátt fyrir áhlaup Blika höfðu Haukarnir svo betur að endingu.

Jannetje Guijt skoraði flest stig fyrir Hauka eða fimmtán talsins. Seairra Barrett bætti við tólf stigum, fjórum stoðsendingum og tíu fráköstum.

Í liði Blika var Violet Morrow í sérflokki. Hún gerði 25 stig, tók sautján fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Haukar eru í öðru sætinu en Blikarnir án stiga á botninum líkt og Grindavík sem tapaði í kvöld fyrir Snæfell á heimavelli í öðrum spennuleik, 63-66.

Grindavík leiddi með þremur stigum í hálfleik, 39-36, en frábær fjórði leikhluti skilaði Snæfell sigur.

Kamiliah Tranese Jackson var stigahæst hjá Grindavík með átján stig en þar að auki tók hún 21 fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Í liði Snæfell var það Chandler Smith sem var stigahæst með 21 stig. Snæfell með fjögur stig af átta mögulegum í 6. sæti deildarinnar.

KR vann svo fimmtán stiga sigur á Skallagrím, 83-68, er liðin mættust í Borgarnesi í kvöld. KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 39-35.

KR setti í fluggírinn í fjórða leikhlutanum. Þær unnu hann 23-8 og leikinn að lokum með fimm stigum eins og áður segir.

Keira Breeanne Robinson skoraði 38 stig fyrir Skallagrím og Emilie Sofie Hesseldal bætti við fjórtán.

Hjá KR var Danielle Victoria Rodriguez með 24 stig en Ástrós Lena Ægisdóttir bætti við 23 stigum.

Staðan í deildinni:

1. Valur - 8 stig

2. Haukar - 6 stig

3. KR - 6 stig

4. Keflavík - 4 stig

5. Skallagrímur - 4 stig

6. Snæfell - 4 stig

7. Breiðablik - 0 stig

8. Grindavík - 0 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×