Spænskar fótboltakonur á leið í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Hermoso með boltann í leik Atletico Madrid og Barcelona. Getty/David S. Bustamante Fótboltakonur á Spáni eru mjög ósáttar með kjör sín og hafa nú ákveðið að fara í verkfall. Viðræður milli fótboltakvennanna og yfirmanna spænsku félaganna hafa verið í gangi í marga mánuði en hafa nú endanlega siglt í stand. 93 prósent leikmannanna kusu það að fara í verkfall en þær hittust í Madrid vegna stöðunnar. Spænsku leikmannasamtökin munu halda utan um verkfallið. Landsleikjahlé byrjar 3. nóvember og það er því líklegast að verkfallið hefjist 16. nóvember. Fleiri dagsetningar koma einnig til greina.Spanish female footballers to strike over pay and part-time contracts https://t.co/Fd0Id4hu6e By @sidlowe — Guardian sport (@guardian_sport) October 23, 2019 „Við erum á leið í verkfall,“ sagði Ainhoa Tirapu, fyrirliði Athletic Bilbao, en að baki þessari verkfallsboðun standa tvö hundruð leikmenn frá sextán félögum. Það kom til greina að fara í verkfall í lok síðasta tímabils en fótboltakonurnar voru á því að það væri ekki rétta tímasetningin. Alls hafa fulltrúar leikmannanna og félögin fundað átján sinnum án samkomulags og nú eru fótboltakonurnar búnar að fá nóg. Leikmannasamtökin vilja hækka lágmarkslaunin úr 16 þúsund evrur á ári upp í 20 þúsund evrur á ári eða fara úr 2,2 milljónum króna upp í 2,8 milljónir króna í árslaun. Leikmenn eru líka ósáttir með launin fyrir þær sem eru hálfatvinnumenn. Félögin vilja aðeins borga þeim helminginn eða átta þúsund evrur, 1,1 milljón króna, en leikmannasamtökin heimta tólf þúsund evrur, 1,6 milljónir króna. Spánn Spænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira
Fótboltakonur á Spáni eru mjög ósáttar með kjör sín og hafa nú ákveðið að fara í verkfall. Viðræður milli fótboltakvennanna og yfirmanna spænsku félaganna hafa verið í gangi í marga mánuði en hafa nú endanlega siglt í stand. 93 prósent leikmannanna kusu það að fara í verkfall en þær hittust í Madrid vegna stöðunnar. Spænsku leikmannasamtökin munu halda utan um verkfallið. Landsleikjahlé byrjar 3. nóvember og það er því líklegast að verkfallið hefjist 16. nóvember. Fleiri dagsetningar koma einnig til greina.Spanish female footballers to strike over pay and part-time contracts https://t.co/Fd0Id4hu6e By @sidlowe — Guardian sport (@guardian_sport) October 23, 2019 „Við erum á leið í verkfall,“ sagði Ainhoa Tirapu, fyrirliði Athletic Bilbao, en að baki þessari verkfallsboðun standa tvö hundruð leikmenn frá sextán félögum. Það kom til greina að fara í verkfall í lok síðasta tímabils en fótboltakonurnar voru á því að það væri ekki rétta tímasetningin. Alls hafa fulltrúar leikmannanna og félögin fundað átján sinnum án samkomulags og nú eru fótboltakonurnar búnar að fá nóg. Leikmannasamtökin vilja hækka lágmarkslaunin úr 16 þúsund evrur á ári upp í 20 þúsund evrur á ári eða fara úr 2,2 milljónum króna upp í 2,8 milljónir króna í árslaun. Leikmenn eru líka ósáttir með launin fyrir þær sem eru hálfatvinnumenn. Félögin vilja aðeins borga þeim helminginn eða átta þúsund evrur, 1,1 milljón króna, en leikmannasamtökin heimta tólf þúsund evrur, 1,6 milljónir króna.
Spánn Spænski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Sjá meira