Í þjóðarhag – eða sægreifa Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. október 2019 07:15 Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einnig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fiskvinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni á fiskmörkuðum, verða undir. Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfirboða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem horfir. Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðarhagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega – ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávarútvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnuleysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og sveitarfélögum lægri tekjur. Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo gott skjól hjá ríkisstjórninni? Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þessari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun