Stofnanir dragi lærdóm af málinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2019 06:30 Einar Þór Sverrisson lögmaður og Ari Brynjólfsson blaðamaður Fréttablaðsins við málflutning í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm „Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
„Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels