Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick. . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heilbrigðismeðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum SidekickHealth. Fyrirtækið hefur þróað stafræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta meðferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í SidekickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heilbrigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameðferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað samhliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðismeðferð. Við erum að sjá heilbrigðistryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value-based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju einasta ári að rökstyðja lyfjaverð gagnvart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi. „Með því að tengja lyfjameðferðina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstílsþáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfjameðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar- og þróunarvinna sem liggur að baki SidekickHealth. Í kjölfar beta-útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heilbrigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Það eru meira en 300 þúsund heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldrei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rannsóknum. Það var algjör lykilforsenda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóðlega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeiranum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Nýsköpun Tækni Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira