FME hafi ekki ástæðu til að naga sig í handarbökin Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. október 2019 06:30 Urður Gunnarsdóttir er forstjóri FME. Vísir/ÞÞ „Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
„Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú á því að við verðum fljótt tekin af honum,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við Markaðinn. Ísland er sem kunnugt er komið á gráan lista alþjóðlegu samtakanna FATF vegna ófullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma því í lag sem FATF hefur sett út á. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið hafi staðið vaktina hvað þetta varðar, þótt alltaf megi gera betur og því verði niðurstaða FATF ekki sérstaklega rakin til aðgerðaleysis af hálfu stofnunarinnar. „Við getum alltaf gert betur en það er ekkert sem við erum að naga okkur í handarbökin yfir, síður en svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar skinni vegna þess að við höfum haft strangt eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti um langt skeið. Því er þó ekki að neita að ábendingar FATF hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu misseri. Við höfum til að mynda lagt meira í vettvangsathuganir sem beinast sérstaklega að aðgerðum gegn peningaþvætti.“ Unnur var á meðal þeirra fulltrúa íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund FATF í París í síðustu viku þar sem ákvörðunin var tekin. Hún segir að mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning. „Mér fannst margir tjá sig um, og gera það af sannfæringu, að Ísland væri ekki ógn við fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti í heiminum, og þetta væru of harðar aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri einfaldlega niðurstaðan eftir hlutlægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég held að það hafi ekki verið margir á þessum fundi sannfærðir um að við værum ósamvinnuþýtt ríki í þessum efnum, eða að heimsbyggðinni stæði ógn af okkur. En við erum að súpa seyðið af því hvað við komum illa út úr úttektinni 2017.“ Spurð hvort FME þurfi að róa erlendar stofnanir vegna niðurstöðunnar svarar Unnur að hún viti ekki til að það sé sérstök þörf á því. „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum verða afleiðingarnar ekki skelfilegar. Það geta komið upp ófyrirséð vandamál á einhverjum sviðum en aðallega hefur þetta að gera með áreiðanleikakannanir þegar stofnað er til viðskipta erlendis. Þá þarf að fara fram svokölluð aukin áreiðanleikakönnum sem þýðir að ferlið getur verið fyrirhafnarmeira en ella,“ segir Unnur.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45 Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38 „Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Segir stjórnvöld ekki hafa verið með augun á boltanum í vörnum gegn peningaþvætti Fjármálaráðherra segir að vera Íslands á gráum lista hafi ekki haft veruleg áhrif til þessa. Dómsmálaráðherra bindur vonir við að Ísland komist af listanum í febrúar. 22. október 2019 20:45
Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista Engar vísbendingar eru um það að vera Íslands á gráum lista FATF-hópsins hafi haft veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf til þessa. Þetta hafi þó í för með sér óvissuþætti. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. 22. október 2019 10:38
„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista FATF)yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfi ríkisstjórnarinnar. 18. október 2019 13:02
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun