Óli Björn segir Samfylkingu og Viðreisn vilja einangra Ísland í „fyrirmyndarríkinu ESB“ Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 19:15 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í. Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í.
Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira