Óli Björn segir Samfylkingu og Viðreisn vilja einangra Ísland í „fyrirmyndarríkinu ESB“ Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 19:15 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í. Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í.
Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira