Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2019 12:23 Zuckerberg og Facebook hafa legið undir gagnrýni fyrir að leyfa ýmis konar upplýsingafalsi og ósannindum að fara fjöllum hærra á miðlinum. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00