Láttu ekki hirða af þér Ljósleiðarann Erling Freyr Guðmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið. Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert þannig að ljósleiðaraþráðurinn sem við lögðum hefur verið rifinn í sundur, jafnvel þótt við höfum lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni. Auðvitað má þetta ekki. Við kærðum og Póst- og fjarskiptastofnun var okkur sammála. Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda. Það er enginn vafi að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur ef lt samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti. Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af krafti og metnaði tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini. Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur Ljósleiðarann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Erling Freyr Guðmundsson Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið. Fólk hefur fengið sölusímtöl þar sem því er boðið að fá annað tengibox ljósleiðara í stað þess sem við settum upphaflega upp. Á nokkrum stöðum hefur þetta verið gert þannig að ljósleiðaraþráðurinn sem við lögðum hefur verið rifinn í sundur, jafnvel þótt við höfum lagt annan þráð fyrir væntanlega samkeppni. Auðvitað má þetta ekki. Við kærðum og Póst- og fjarskiptastofnun var okkur sammála. Þú setur ekki upp tengingu með því að skemma þá sem fyrir er og takmarkar þannig val neytenda. Það er enginn vafi að ljósleiðari Gagnaveitu Reykjavíkur hefur ef lt samkeppni á fjarskiptamarkaði. Þess vegna er það alvarlegt þegar fyrirtæki veldur raunverulegu tjóni með þessum hætti. Samkeppni í fjarskiptaþjónustu birtist ekki síst í tækifærum fólks til að skipta um fjarskiptafyrirtæki og þjónustu án þess að kalla þurfi til tæknimann með tilheyrandi fyrirhöfn og kostnaði. Þannig var það á síðustu öld og á ekki að vera þannig lengur. Gagnaveita Reykjavíkur hefur af krafti og metnaði tengt nánast hvert einasta heimili innan þéttbýlis á höfuðborgarsvæðinu Ljósleiðaranum og með opnu neti boðið aukna valkosti fyrir viðskiptavini. Hjálpaðu okkur nú að stuðla að heilbrigðari samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Fáir þú boð um að fjarlægja búnað Ljósleiðarans skaltu ekki þiggja það. Hann getur alveg staðið áfram þótt þú skiptir um þjónustufyrirtæki. Ef verið er að setja upp annað tengibox, farðu fram á að hitt verði ekki rifið niður. Þú átt að geta skipt um fjarskiptafyrirtæki á einfaldan og snöggan hátt, án þess að kalla þurfi til tæknimann í hvert skipti. Frímánuður getur verið dýr.Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur Ljósleiðarann.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun