Íbúasamráð – hvað er það? Olga B. Gísladóttir skrifar 21. október 2019 21:38 Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Virðulegu borgarafulltrúar, Þegar ég sat fyrst í samráðshópi um sameiningar skóla í norðanverðum Grafarvogi 2011/2012 var ég full áhuga og fannst spennandi að skólayfirvöld vildu fá aðkomu foreldra að skipulagi skólanna. Vonbrigði mín voru mikil þá, þegar fyrirframákveðin sameiningarhugmynd var keyrð í gegn, þvert á tillögur foreldra. Þegar aftur var farið af stað með samráðshóp á þessu ári, með aðkomu foreldra, um framtíð skólahalds í Staðahverfi, fann ég til með þeim foreldrum tóku þátt, vitandi það að þau væru vongóð um að hlustað yrði á raddir þeirra. Því miður heyrði ég í fréttum í dag að tilfinning mín reyndist rétt, borgin keyrir bara áfram sínar hugmyndir án þess að hlusta á raddir íbúa. Eða hvað þýðir samráð við íbúa? Hlustað á raddir – kannski er það jú gert. En þegar kemur að ákvörðun, þá bara skiptum við engu máli. Ákvörðun er bara tekin einhliða. Ég er svo drullusvekkt, trúði ekki að þetta yrði í alvöru að veruleika. Að grunnskóla í einu hverfi sé lokað, þegar það er í lægð hvað barnafjölda varðar. Talað er um í skýrslum borgarinnar að hverfi komist í jafnvægi á 30-40 árum. Við erum c.a. 20 ára gamalt hverfi. Gefið okkur smá séns. Ef þið eruð óþolinmóð getið þið bara þétt byggð hér eins og annars staðar. Nóg er landrýmið. Þið segið að einungis 59 börn séu í skólanum. Þið vitið að það er af því þið hafið fært unglingana yfir í annan skóla nú þegar. Þess vegna er þessi tala engan vegin rétt, og svo óheiðarlegt að nota hana í fréttaflutningi. Þið hampið skólum t.d. á Kjalarnesi, þar er leikskóli rekinn samhliða grunnskóla. Svo frábær hugmynd. Af hverju leyfið þið þessari hugmynd ekki að blómstra einnig í Staðarhverfi? Þegar leikskólinn Bakki opnaði hér í hverfinu, var tekið fram í skýrslum ykkar og fréttaflutningi, að húsnæðið væri bráðabirgða, gert væri ráð fyrir að hann myndi flytjast inn í skólahúsnæðið síðar. Á morgun er ákvörðun tekið um framtíð heils hverfis. Þið takið ákvörðun um framtíð barnanna okkar, án samráðs við okkur og börnin okkar. Þið takið ákvörðun um verðmæti og endursöluverð á húsnæðum okkar. Þið takið hjartað úr hverfinu okkar. Spyrjið hvert okkar sem er, okkur íbúana, sem borgum okkar útsvar og biðjum ekki um mikið. Við viljum þetta ekki. Hér er ekki mikil þjónusta sem þarf að kosta til fyrir okkur. Við viljum bara hafa skóla í hverfinu okkar. Korpuskóli er góður skóli, margverðlaunaður fyrir góð verkefni. Börnunum okkar líður vel hér. Ég skil bara engan veginn hvernig þið getið með góðri samvisku greitt þessu atkvæði á morgun, þvert gegn vilja okkar. Nú biðla ég til ykkar kæru borgarfulltrúar, að hætta við þessa ákvörðun um að loka Korpuskóla, og fara frekar að vinna með okkur íbúum og ekki á móti okkur. Með vinsemd og virðinguHöfundur er íbúi í Staðahverfi og foreldri í Korpuskóla.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun