Curio fékk nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. október 2019 19:52 Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio. stöð 2 Fyrirtækið Curio vann í kvöld nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 á Grand hótel. Verðlaunin eru veitt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarmiðstöð. Nú að þessu sinni var það Curio sem hlaut verðlaunin. Curio hefur stækkað ört síðustu tíu árin en árið 2008 var aðeins einn starfsmaður hjá fyrirtækinu en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði. „Curio er hátækni fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio. Ein vélanna sem Curio framleiðir er svokölluð klumbuskurðvél en Elliði segir hana vera fyrir fisk sem er með klumbubein sem jafnvel hefur verið frystur úti á sjó. Fiskurinn er tölvumældur og svo skorinn samkvæmt mælingunum á mikilli ferð. Yfirskrift Nýsköpunarþingsins í ár er sjálfbærni en Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir ástæðuna meðal annars þá að ákall hafi orðið í samfélaginu eftir sjálfbærni. „Það er ákveðið ákall í samfélaginu um sjálfbærni, um loftslagsmál, um grænar lausnir, hringrásarhagkerfi og svo framvegis. Við sjáum það alls staðrar í samfélaginu, það eru mótmæli og fólk er að kalla eftir þessu og við vildum vinna með það,“ segir Huld Magnúsdóttir. Nýsköpun Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Fyrirtækið Curio vann í kvöld nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 á Grand hótel. Verðlaunin eru veitt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, Rannís, Íslandsstofu og Nýsköpunarmiðstöð. Nú að þessu sinni var það Curio sem hlaut verðlaunin. Curio hefur stækkað ört síðustu tíu árin en árið 2008 var aðeins einn starfsmaður hjá fyrirtækinu en nú er fyrirtækið með starfsemi bæði á Húsavík og Hafnarfirði. „Curio er hátækni fyrirtæki sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu; flökunarvélar, hausunarvélar og roðflettivélar; ásamt því að vera að þróa ýmsar nýjar vélar,“ segir Elliði Hreinsson, framkvæmdarstjóri Curio. Ein vélanna sem Curio framleiðir er svokölluð klumbuskurðvél en Elliði segir hana vera fyrir fisk sem er með klumbubein sem jafnvel hefur verið frystur úti á sjó. Fiskurinn er tölvumældur og svo skorinn samkvæmt mælingunum á mikilli ferð. Yfirskrift Nýsköpunarþingsins í ár er sjálfbærni en Huld Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins segir ástæðuna meðal annars þá að ákall hafi orðið í samfélaginu eftir sjálfbærni. „Það er ákveðið ákall í samfélaginu um sjálfbærni, um loftslagsmál, um grænar lausnir, hringrásarhagkerfi og svo framvegis. Við sjáum það alls staðrar í samfélaginu, það eru mótmæli og fólk er að kalla eftir þessu og við vildum vinna með það,“ segir Huld Magnúsdóttir.
Nýsköpun Sjávarútvegur Umhverfismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira