Njarðvík hefur sagt upp samningi litháíska leikstjórnandans Evaldas Zabas.
Njarðvíkingar leita nú að nýjum leikstjórnanda að því er fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins.
Zabas kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið en heillaði fáa í þeim þremur leikjum sem hann lék með liðinu í Domino's deild karla.
Í leikjunum þremur skoraði Zabas 12,0 stig að meðaltali, tók 3,3 fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar.
Njarðvík er með tvö stig í 7. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á útivelli á föstudaginn.
Zabas sendur heim | Njarðvíkingar leita að leikstjórnanda
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti


