Fjölga fyrsta árs nemum við læknadeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2019 10:51 Nemendurnir fimm hefja nám við læknadeild Háskóla Íslands á mánudag, þremur vikum á eftir samnemendum sínum á fyrsta ári. Vísir/vilhelm Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sextíu nemendur munu komast inn í Læknadeild Háskóla Íslands haustið 2020 sem er fjölgun um sex frá því sem verið hefur undanfarin ár. Þeir 54 sem staðið hafa sig best á inntökuprófum í deildina hafa fengið inngöngu. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, skrifaði á dögunum undir breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands. Læknadeild hefur verið með inntökupróf um margra ára skeið og margir eru ævinlega um hituna. Í ár var áætlað að taka 54 nemendur inn í deildina eftir prófið, sem þreytt var í júní síðastliðnum. Tveir reyndust jafnir með nákvæmlega sömu einkunn í 54. sæti og hófu því 55 fyrsta árs nemar nám við læknadeild Háskóla Íslands nú í ágúst.Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands.Á haustmánuðum fann úrræðagóður nemandi reiknivillu í inntökuprófinu sem reyndist örlagarík fyrir fimm stúdenta. Reiknivillan sem uppgötvaðist varð til þess að fimm nemendur bættust í hópinn þremur vikum eftir að haustönn hófst. Nemendurnir fimm stóðu í þeirri trú að þeir hefðu ekki komist inn í læknisfræði þangað til að hringt var í þá og þeim boðin skólavist eftir að reiknivillan var staðfest.Sjá einnig: Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst „Þar með var hópurinn orðinn 60 manns, sem er nokkurn veginn sú tala sem við höfðum stefnt að að taka inn frá og með næsta ári. Þannig að það er eitthvað sem við ráðum alveg við,“ sagði Engilbert Sigurðsson, forseti læknadeildar HÍ, í viðtali við Vísi á dögunum. Sú breyting hefur sem sagt nú verið staðfest.Kári Ingason þurfti að þrýsta á prófsýningu þar sem hann uppgötvaði reiknivillu á prófinu.Vísir/vilhelmNokkur fjölgun hefur orðið á nýnemum við læknadeild undanfarna tvo áratugi. Fyrir aldamótin komust um tíma 36 nemendur inn í læknadeild eftir svokallaðan Clausus, próf sem fram fór á miðju fyrsta námsári. Árið 2002 var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu og fóru fyrstu inntökuprófin í læknadeild fram að sumri sumarið 2003. Komust þá 48 í fyrsta skipti inn í námið. Þeim hefur svo fjölgað jafnt og þétt.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00 Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30 Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Grunsemdirnar vöknuðu við fyrsta tölvupóst Kára Ingason grunaði strax að ekki væri allt með felldu þegar hann fékk niðurstöður úr inntökuprófi í læknadeild Háskóla Íslands, sem gáfu til kynna lakari frammistöðu en hann hafði búist við. Grunsemdir Kára reyndust á rökum reistar – hann fann að endingu reiknivilluna umtöluðu sem fleytti fimm nýnemum inn í deildina. 19. september 2019 09:00
Fann afdrifaríka reiknivillu á prófsýningu inntökuprófa í læknisfræði Reiknivilla, sem uppgötvaðist við prófsýningu á inntökuprófum í læknisfræði við Háskóla Íslands í vikunni, varð til þess að fimm einstaklingar bætast á mánudag við hóp nýnema við læknadeild skólans, þremur vikum eftir að önnin hófst. 7. september 2019 14:30
Árni var fórnarlamb Excel-villu læknadeildar: „Fannst mér hafa gengið betur“ Árni var búinn að gefa upp alla von um að komast inn í læknisfræðina að sinni eftir að honum var tilkynnt fyrr í sumar að hann hafi ekki hlotið náð deildarinnar. Hann var búinn að nema lögfræði við HÍ í tvær vikur þegar hann fékk símtalið afdrifaríka. 7. september 2019 18:01