Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 10:23 Í vinstri hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar ber að líta reglugerðirnar 1090 sem felldar voru úr gildi. Í þeirri hægri er hann með reglugerðinnar tvær sem komu í þeirra stað. Vísir/Sigurjón Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan. Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan.
Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00