Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri | Samúel Kári á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 18:00 Loks fékk Sverrir Ingi tækifæri í byrjunarliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig. Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var loks í byrjunarliði gríska liðsins PAOK er liðið vann Lamia 3-0 á heimavelli í dag. Sverrir Ingi hafði aðeins leikið einn leik með PAOK á leiktíðinni fyrir daginn í dag, þá kom hann inn sem varamaður. Í dag var hann í hjarta varnarinnar og stóð sig með prýði. PAOK vann leikinn örugglega 3-0 en öll mörk dagsins komu á fyrstu 11 mínútum leiksins. PAOK, sem er ríkjandi Grikklandsmeistari, er sem stendur með 17 stig í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Olympiacos þegar sjö umferðum er lokið. Hjörtur Hermannsson, annar miðvörður þó hann spili bakvörð með íslenska landsliðinu, var á sínum stað í fimm manna varnarlínu Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Líkt og Sverrir var Hjörtur í sigurliði og líkt og hjá Sverri fór leikurinn 3-0. Bröndby pakkaði Lyngby BK saman á útivelli. Bröndby fer með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir. Eggert Gunnþór Jónsson kom af varamannabekknum hjá SönderjyskE er liðið tapaði 4-1 fyrir Nordsjælland á heimavelli. Eggert Gunnþór og félagar eru í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn er IFK Norrköping vann Kalmar FF 1-0 í sænsku úrvalsdeildinni. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar með 53 stig þegar 28 umferðum er lokið. Í Noregi voru þó nokkrir Íslendingar að leik. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af varamannabekknum eftir aðeins tíu mínútur þegar Viking lagði Tromsö 2-1 í norsku úrvalsdeildinni. Samúel Kári gerði sér lítið fyrir og kom Viking yfir á 26. mínútu og nældi sér svo í gult spjald þremur mínútum síðar. Í norsku B-deildinni spiluðu þeir Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson allan leikinn í 1-0 sigri Álasunds FK gegn Tromsdalen. Sigurinn þýðir að liðið er komið upp í efstu deild þó enn séu þrjár umferðir eftir af deildinni. Þá lék Viðar Ari Jónsson einnig allan leikinn í 3-0 sigri Sandefjörd á Notodden FK. Sömu sögu má segja um Aron Sigurðarson er IK Start gerði 0-0 jafntefli við KFUM Oslo. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari IK Start. Íslendingaliðin þrjú eru á toppi deildarinnar, Álasund efstir með 70 stig. Þar á eftir koma Sandefjord með 59 stig og Start í 3. sæti með 56 stig.
Danski boltinn Norski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05 Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16 Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Kolbeinn lagði upp í stórsigri Kolbeinn Sigþórsson lagði upp eitt marka AIK í stórsigri á Falkenbergs í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2019 15:05
Glódís Perla sænskur meistari Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta. 20. október 2019 15:16
Hörður og Arnór spiluðu í jafntefli CSKA Moskva gerði jafntefli við Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20. október 2019 12:55