Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnaskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 19:00 Samfylkingin og Píratar hyggjast leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá byggt á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjö ár eru frá því tveir þriðju hluti kjósenda samþykkti að tillögur stjórnlagaráðs yrðu til viðmiðunar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram þann 20. október 2012 eftir langt ferli endurskoðunnarvinnu um stjórnarskránna. Þar samþykkkti um 67% kjósenda að tillögur ráðsins yrðu til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá og 83% að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu væru lýstar þjóðareign. Tillögurnar fóru fyrir stjórnskipular-og eftirlitsnefnd Alþingis sem skilaði af sér 2013 en voru ekki afgreiddar í þinginu. Píratar og Samfylkingin vilja nú taka upp þráðinn að nýju. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fóru í gríðarlegt málþóf eftir að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skilaði af sér tillögunum þannig að frumvarpið fór í aðra umræðu í janúar sem stóð fram til mars og svo komu kosningar þannig að málið komst ekki lengra. Hugmyndin núna er að við tökum þessa vinnu og leggjum fram frumvarp eins og það var árið 2013,“ segir Halldóra Mogensen formaður Pírata. „Þannig er þetta frumvarp eins og það kom frá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd sem hafði farið yfir tillögur stjórnlagaráðs. við viljum halda til haga þessari upphaflegu tillögu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það eru margir ókostir við að gera það í bútum eins og nú er verið að reyna því eitt ákvæði kallast á við annað,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það er mun farsælla að taka allar þær tillögur eins og þær komu frá stjórnlagaráðinu og alla þá vinnu sem stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd lagði í málið en byrja allt ferlið uppá nýtt,“ segir Halldóra. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hyggjast leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá byggt á frumvarpi stjórnlagaráðs og vinnu stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Sjö ár eru frá því tveir þriðju hluti kjósenda samþykkti að tillögur stjórnlagaráðs yrðu til viðmiðunar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram þann 20. október 2012 eftir langt ferli endurskoðunnarvinnu um stjórnarskránna. Þar samþykkkti um 67% kjósenda að tillögur ráðsins yrðu til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá og 83% að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu væru lýstar þjóðareign. Tillögurnar fóru fyrir stjórnskipular-og eftirlitsnefnd Alþingis sem skilaði af sér 2013 en voru ekki afgreiddar í þinginu. Píratar og Samfylkingin vilja nú taka upp þráðinn að nýju. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fóru í gríðarlegt málþóf eftir að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis skilaði af sér tillögunum þannig að frumvarpið fór í aðra umræðu í janúar sem stóð fram til mars og svo komu kosningar þannig að málið komst ekki lengra. Hugmyndin núna er að við tökum þessa vinnu og leggjum fram frumvarp eins og það var árið 2013,“ segir Halldóra Mogensen formaður Pírata. „Þannig er þetta frumvarp eins og það kom frá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd sem hafði farið yfir tillögur stjórnlagaráðs. við viljum halda til haga þessari upphaflegu tillögu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það eru margir ókostir við að gera það í bútum eins og nú er verið að reyna því eitt ákvæði kallast á við annað,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. „Það er mun farsælla að taka allar þær tillögur eins og þær komu frá stjórnlagaráðinu og alla þá vinnu sem stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd lagði í málið en byrja allt ferlið uppá nýtt,“ segir Halldóra.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira