Um meintan flótta úr miðbænum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 31. október 2019 17:38 Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þeirra heilsíðu auglýsinga sem hafa verið að birtast í Morgunblaðinu síðustu vikur og leiðara Morgunblaðsins í kjölfarið er rétt að árétta að miðbær Reykjavíkur er fullur af fólki, veitingastöðum og verslunum. Hann bókstaflega iðar af fjölbreyttu mannlífi. Í dag fimmtudaginn 31.október er 4°hiti og hálfskýjað í Reykjavík. Á göngu minni niður Laugaveginn og um neðsta hluta Skólavörðustígs taldi ég 21 auð verslunarrými. Á þessu svæði eru 251 verslunarrými og því er um að ræða 8,4% af heildarfjölda verslunarýma. Af þessum 21 rýmum sá ég að 7 þeirra eru að fara að opna með nýjar verslanir. Merkilegt nokk er þetta sama tala og Guðjón Friðriksson fékk í apríl á þessu ári þegar hann taldi einnig auð rými við Laugaveginn. Það er líklegt að það verði alltaf einhver lág prósenta af verslunarrými auð hverja stundina, enda hreyfist verslun og þjónusta um borgina. Það eru einnig auð rými í Kringlunni og Smáralind þó ekki birtist heilsíðuauglýsing um það í Morgunblaðinu. Það var eitt sinn þannig að efri hluti Laugavegarins og í raun stór hluti miðbæjarins var nánast tómur og með lítið mannlíf. En það sem við sjáum í dag er allt önnur mynd. Miðbærinn hefur stækkað og nær núna frá Hlemmi og alveg niður á Granda. Þetta er svæði sem er lifandi og með ótrúlega flóru veitingastaða. Fleiri en 60 aðilar hafa opnað nýja verslun eða veitingastað í miðbænum frá síðasta ári. Miðbærinn er því í vexti en ekki hnignun. Heildarfjöldi bílastæða í miðborginni verða 4.189 þegar bílakjallari Hafnartorgs verður fullbúinn. Með þeim 3.671 bílastæði sem eru á yfirborði gera þetta 7.860 bílastæði - eða mörg þúsund bílastæði! Og þeim hefur fjölgað en ekki fækkað síðustu ár. Þetta er nú öll aðförin sem borgarstjórn stendur í. Það er gott að hafa í huga að lengsta mögulega leiðin sem það tekur að ganga frá bílastæðahúsi og að verslun og þjónustu er að hámarki 350 metrar eða 3 mínútur. Göngugötur eru gerðar um allan heim til að bæta aðgengi almennings. Í dag eru langflestar verslanir með tröppur eða uppstig til að komast inn um dyrnar, gangstéttabrúnir hafa hamlandi áhrif á þá sem eru í hjólastól, engar leiðilínur eru í yfirborði fyrir blinda og sjóndapra, skilti og önnur borgarhúsgögn taka mikið pláss af gangstéttum og eru í vegi fyrir gangandi fólki ásamt því að bílar fá í dag mesta plássið. Þó svo að 81% vegfarenda séu gangandi þá fá þeir minnsta plássið. Þetta mun allt breytast til batnaðar með Laugavegi sem göngugötu - þar verður yfirborð götunnar hækkað til að bæta aðgengi í verslanir, hannaðir verða rampar við aðrar verslanir og eru það einungis hægt vegna plássins sem eykst, gangandi fá miklu meira pláss, öryggi þeirra eykst, aðgengi fyrir fólk í hjólastól og með barnavagna bætist til muna, kantar verða fjarlægðir og leiðilínur settar í yfirborð - bílastæði fyrir hreyfihamlaða verður fjölgað og loftgæði batna verulega. Fólk og börn þurfa þá ekki að anda að sér þeirri slæmu loftmengun sem frá bílumferðinni kemur. Þetta er ekki flókið. Almenningur er ánægður með göngugötur og 77% Reykvíkinga telja að göngugötur hafi jákvæð áhrif á mannlíf. Það er aukning í fjölda gangandi vegfarenda. Það er aukning í fjölda verslana og veitingastaða. Fréttir af andláti miðbæjarins eru því stórlega ýktar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun