Hinn græni meðalvegur Jón Skafti Gestsson skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Umhverfisvænar lausnir eru af hinu góða. Um það ættu allir að vera sammála og þær eru því sjálfsagður hluti af rekstri fyrirtækja. Hjá Landsneti höfum við lagt mikinn metnað í að finna lausnum okkar umhverfisvænan farveg. Allar okkar stærri framkvæmdir fara í gegnum ítarlegt umhverfismat þar sem áhrif á umhverfið eru metin heildrænt svo hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Eðli máls samkvæmt verða samt aldrei allir á eitt sáttir þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir á borð við nýjar háspennulínur. Línur okkar liggja hringinn í kringum um landið og voru á sínum tíma mikið framfaramál fyrir raforkuöryggi í landinu, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum. Þær eru því óhjákvæmilega sýnilegar og fólki þykir þær spilla útsýni að mismiklu leyti.Hvað er þá til ráða? Til eru leiðir til að draga úr sýnileika línanna. Skiljanlega dettur mörgum jarðstrengir fyrst í hug en þeir eru umtalsvert dýrari, eru takmörkuð lausn vegna lögmála eðlisfræðinnar og geta í sumum tilfellum verið verri umhverfislega séð. Aðrar leiðir til að minnka sýnileika felast í mastragerðum sem falla betur inn í umhverfið, línuleiðum sem eru fjær alfaraleið eða fjær fallegum stöðum. Að lokum mætti nefna mótvægisaðgerðir sem felast í því að fjarlægja gamlar línur þegar nýjar eru teknar í rekstur eða færa til eins og gert hefur verið við Hamranes í Hafnarfirði. Landsneti eru settar talsvert þröngar skorður um hvernig rekstri okkar og fjárfestingum er hagað. Stjórnvöld setja stefnu um þróun flutningskerfisins sem okkur er lagalega skylt að fylgja og þar á meðal eru kröfur um að flutningskerfi raforku skuli rekið á hagkvæman hátt. Okkur er því ekki heimilt að gera hvað sem er til að tryggja umhverfisvænni niðurstöður og höfum við því reynt að feta þann græna meðalveg sem felst í því að velja góðan kost fyrir umhverfið sem uppfyllir tæknilegar og hagkvæmnikröfur.Samstarf við Háskóla Íslands Ofangreind viðfangsefni voru ástæða þess að við hjá Landsneti fengum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands með okkur í tilraunaverkefni til að meta hvar hinn græni meðalvegur liggur, án þess þó að það væri beint hluti af lögbundnu umhverfismati viðkomandi framkvæmdar. Með þessu er gengið lengra við mat á umhverfisáhrifum en almennt gerist í öðrum Evrópulöndum og einnig lengra en lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Fyrir valinu varð Hólasandslína 3,72 km löng háspennulína sem fyrirhuguð er milli Akureyrar og Hólasands, og er hún ein af þremur línum í nýrri kynslóð byggðalínunnar sem verið er að vinna að á Norðurlandi. Hinar eru tengingar á milli Kröflu og Fljótsdals og Blöndu og Akureyrar. Hlutverk Hólasandslínu er m.a. að bæta úr óviðunandi stöðu raforkumála á Norðausturlandi og kostnaður við verkefnið er um 8 milljarðar króna. Á leiðinni þverar línan Laxárdal auk þess að liggja um Fnjóskadal og samkvæmt umhverfismati voru sjónræn áhrif talvert neikvæð þar. Hlutverk Hagfræðistofnunar var að meta hversu mikils virði það væri ef ráðist yrði í aðgerðir til að minnka þau sjónrænu áhrif. Hagfræðistofnun fékk því svör frá 2.790 manns og lagði fyrir valtilraun þar sem fólk verðmat þrjár mögulegar lausnir til að minnka umhverfisáhrif Hólasandslínu. Með því að leggja könnunina fyrir svo marga fæst tölfræðilega áreiðanleg niðurstaða sem fangar þær ólíku skoðanir sem fólk hefur á málaflokknum. Landsnet lagði fram eftirfarandi þrjár lausnir til að minnka umhverfisáhrif. Í fyrsta lagi var lagt til að fjarlægja Laxárlínu 1 sem er gömul tréstauralína sem tengir Akureyri við Laxárvirkjun. Í öðru lagi var lagt til að leggja jarðstreng í Laxárdal í stað þess að láta línuna þvera dalinn og í þriðja lagi var lagt til að setja Hólasandslínu og Kröflulínu á tvíbreið möstur þar sem þær eru samsíða í Fnjóskadal í stað þess að hafa tvær línur á aðskildum möstrum, hlið við hlið.Áætlanir í samræmi við vilja almennings Niðurstöður könnunarinnar staðfesta að okkur hjá Landsneti gengur nokkuð vel að feta hinn græna meðalveg. Af þessum þremur lausnum hafði verið áætlað að rífa Laxárlínu en hinar tvær voru ekki í áætlunum fyrirtækisins. Þessu er almenningur sammála, því að samkvæmt mati Hagfræðistofnunar var vilji almennings til að greiða fyrir þessar lausnir ekki til staðar en komst þó næst því í tilfelli niðurrifs Laxárlínu. Afstaða almennings var mest afgerandi gegn jarðstreng í Laxárdal og er í samhljómi við niðurstöður umhverfismats hvað varðar neikvæð áhrif vegna ummerkja jarðstrengs. Niðurstöðurnar benda því til þess að við hjá Landsneti göngum heldur lengra í að draga úr sýnileika framkvæmda en besta hagfræðilega mat gefur til kynna að væri rétt.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Umhverfismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Umhverfisvænar lausnir eru af hinu góða. Um það ættu allir að vera sammála og þær eru því sjálfsagður hluti af rekstri fyrirtækja. Hjá Landsneti höfum við lagt mikinn metnað í að finna lausnum okkar umhverfisvænan farveg. Allar okkar stærri framkvæmdir fara í gegnum ítarlegt umhverfismat þar sem áhrif á umhverfið eru metin heildrænt svo hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir og draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Eðli máls samkvæmt verða samt aldrei allir á eitt sáttir þegar kemur að ákvörðunum um framkvæmdir á borð við nýjar háspennulínur. Línur okkar liggja hringinn í kringum um landið og voru á sínum tíma mikið framfaramál fyrir raforkuöryggi í landinu, sérstaklega í hinum dreifðari byggðum. Þær eru því óhjákvæmilega sýnilegar og fólki þykir þær spilla útsýni að mismiklu leyti.Hvað er þá til ráða? Til eru leiðir til að draga úr sýnileika línanna. Skiljanlega dettur mörgum jarðstrengir fyrst í hug en þeir eru umtalsvert dýrari, eru takmörkuð lausn vegna lögmála eðlisfræðinnar og geta í sumum tilfellum verið verri umhverfislega séð. Aðrar leiðir til að minnka sýnileika felast í mastragerðum sem falla betur inn í umhverfið, línuleiðum sem eru fjær alfaraleið eða fjær fallegum stöðum. Að lokum mætti nefna mótvægisaðgerðir sem felast í því að fjarlægja gamlar línur þegar nýjar eru teknar í rekstur eða færa til eins og gert hefur verið við Hamranes í Hafnarfirði. Landsneti eru settar talsvert þröngar skorður um hvernig rekstri okkar og fjárfestingum er hagað. Stjórnvöld setja stefnu um þróun flutningskerfisins sem okkur er lagalega skylt að fylgja og þar á meðal eru kröfur um að flutningskerfi raforku skuli rekið á hagkvæman hátt. Okkur er því ekki heimilt að gera hvað sem er til að tryggja umhverfisvænni niðurstöður og höfum við því reynt að feta þann græna meðalveg sem felst í því að velja góðan kost fyrir umhverfið sem uppfyllir tæknilegar og hagkvæmnikröfur.Samstarf við Háskóla Íslands Ofangreind viðfangsefni voru ástæða þess að við hjá Landsneti fengum Hagfræðistofnun Háskóla Íslands með okkur í tilraunaverkefni til að meta hvar hinn græni meðalvegur liggur, án þess þó að það væri beint hluti af lögbundnu umhverfismati viðkomandi framkvæmdar. Með þessu er gengið lengra við mat á umhverfisáhrifum en almennt gerist í öðrum Evrópulöndum og einnig lengra en lög um mat á umhverfisáhrifum kveða á um. Fyrir valinu varð Hólasandslína 3,72 km löng háspennulína sem fyrirhuguð er milli Akureyrar og Hólasands, og er hún ein af þremur línum í nýrri kynslóð byggðalínunnar sem verið er að vinna að á Norðurlandi. Hinar eru tengingar á milli Kröflu og Fljótsdals og Blöndu og Akureyrar. Hlutverk Hólasandslínu er m.a. að bæta úr óviðunandi stöðu raforkumála á Norðausturlandi og kostnaður við verkefnið er um 8 milljarðar króna. Á leiðinni þverar línan Laxárdal auk þess að liggja um Fnjóskadal og samkvæmt umhverfismati voru sjónræn áhrif talvert neikvæð þar. Hlutverk Hagfræðistofnunar var að meta hversu mikils virði það væri ef ráðist yrði í aðgerðir til að minnka þau sjónrænu áhrif. Hagfræðistofnun fékk því svör frá 2.790 manns og lagði fyrir valtilraun þar sem fólk verðmat þrjár mögulegar lausnir til að minnka umhverfisáhrif Hólasandslínu. Með því að leggja könnunina fyrir svo marga fæst tölfræðilega áreiðanleg niðurstaða sem fangar þær ólíku skoðanir sem fólk hefur á málaflokknum. Landsnet lagði fram eftirfarandi þrjár lausnir til að minnka umhverfisáhrif. Í fyrsta lagi var lagt til að fjarlægja Laxárlínu 1 sem er gömul tréstauralína sem tengir Akureyri við Laxárvirkjun. Í öðru lagi var lagt til að leggja jarðstreng í Laxárdal í stað þess að láta línuna þvera dalinn og í þriðja lagi var lagt til að setja Hólasandslínu og Kröflulínu á tvíbreið möstur þar sem þær eru samsíða í Fnjóskadal í stað þess að hafa tvær línur á aðskildum möstrum, hlið við hlið.Áætlanir í samræmi við vilja almennings Niðurstöður könnunarinnar staðfesta að okkur hjá Landsneti gengur nokkuð vel að feta hinn græna meðalveg. Af þessum þremur lausnum hafði verið áætlað að rífa Laxárlínu en hinar tvær voru ekki í áætlunum fyrirtækisins. Þessu er almenningur sammála, því að samkvæmt mati Hagfræðistofnunar var vilji almennings til að greiða fyrir þessar lausnir ekki til staðar en komst þó næst því í tilfelli niðurrifs Laxárlínu. Afstaða almennings var mest afgerandi gegn jarðstreng í Laxárdal og er í samhljómi við niðurstöður umhverfismats hvað varðar neikvæð áhrif vegna ummerkja jarðstrengs. Niðurstöðurnar benda því til þess að við hjá Landsneti göngum heldur lengra í að draga úr sýnileika framkvæmda en besta hagfræðilega mat gefur til kynna að væri rétt.Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun