Fótbolti

Þjálfari Dortmund meiddist við að fagna sigurmarkinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Favre og lærisveinar fagna sigrinum í gær.
Favre og lærisveinar fagna sigrinum í gær. vísir/getty
Dortmund komst áfram í þýska bikarnum í gærkvöldi er liðið vann 2-1 sigur á Borussia Mönchengladbach en það komust þó ekki allir heilir frá sigrinum.

Marcus Thuram, sonur Lillian Thuram, kom Mönchengladbach yfir á 71. mínútu en tvö mörk á næstu níu mínútum frá Julian Brandt tryggðu Dortmund sigurinn.

Sigurmarkið sjálft kom á 80. mínútu er Brandt skoraði eftir undirbúning Thorgan Hazard en Lucian Favre, þjálfari Dortmund, var eðlilega sáttur með sigurmarkið.







Hann fagnaði markinu vel en eitthvað virðist lærið hafa gefið sig því skömmu síðar hélt Favre um lærið og virtist sárþjáður.

Dortmund hélt út og er komið áfram í 16-liða úrslit bikarkeppninnar en liðið mætir Wolfsburg í þýsku deildinni um helgina. Fróðlegt að sjá hvort Favre verði heill heilsu þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×