Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. október 2019 22:15 vísir/bára Afturelding vann sterkan sigur á Selfossi í Mosfellsbænum í kvöld, 32-31. Eftir að hafa elt allan leikinn þá gáfust heimamenn ekki upp og uppskáru verðskuldaðann sigur. Það voru þó gestirnir frá Selfossi sem byrjuðu leikinn betur og leiddu 1-5 eftir tæpar 10 mínútur. Leikmenn Aftureldingar voru seinir í gang en jöfnuðu leikinn um miðbik fyrri hálfleiks í stöðunni, 7-7. Leikurinn var í járnum næstu 10 mínúturnar eða þar til Selfyssingar náðu þriggja marka forystu, 10-13. Selfoss missti þessa þriggja marka forystu ekki frá sér og leiddi að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 14-17. Síðari hálfleikurinn spilaðist eins og frá var horfið í þeim fyrri, Selfoss leiddi með tveimur til þremur mörkum þar til líða tók á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka jöfnuðu heimamenn, 24-24. Mosfellingar tóku Hauk Þrastarson út úr sóknarleiknum hjá Selfossi og með því að loka á hann datt sóknarleikur Selfoss niður. Leikurinn var jafn það sem eftir lifði leiks, Afturelding komst þó í tveggja marka forystu en eins og oft áður tókst Selfyssingum að gera leikinn spennandi og munaði aðeins einu marki þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimenn náðu að spila út leiktímann og fögnuðu innilega sterkum sigri á Selfyssingum, 32-31. Af hverju vann Afturelding? Frábær endurkoma, seigla og karakter á loka korterinu. Með því að loka á Hauk Þrastarson, fór vörnin að ná tökum á sóknarleik Selfoss og Arnór Freyr fór að verja mikilvæga bolta. Hverjir stóðu upp úr?Árni Steinn Steinþórsson var heilt yfir atkvæðamestur í liði Selfoss, hann spilaði virkilega góðan leik. Hann skoraði fjögur mörk en var með 8 sköpuð færi og 8 löglegar stöðvanir varnarlega. Markahæstur var Haukar Þrastarson, hann spilaði stórkostlegan leik í fyrri hálfleik en var stoppaður í þeim síðari Birkir Benediktsson var magnaður, skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Guðmundur Árni Ólafsson var honum næstur með 7 mörk en varnarlega var Gunnar Malmquist atkvæðamestur.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfoss var hægur og erfiður eftir að Haukur var tekinn út, það er áhyggjuefni að þeir nái ekki að leysa sóknina án hans. Markvarslan var einnig slök hjá báðum liðum í leiknum. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Mosfellingar Hauka í heimsókn á meðan Selfyssingar fara í heimsókn í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Einar Ingi: Þetta hefur ekki gerst hjá Aftureldingu áður„Þetta er fjórði leikurinn sem við vinnum bara með einu marki, það er ekki tilviljun sko“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar „Við tökum bara saman í andlitinu í hálfleik, bindum saman vörn í seinni og siglum þessu heim“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, um sigurinn Afturelding var smá tíma að vinna sig inní leikinn, Einar segir að þeir hafi verið virkilega slakir varnarlega og að hálfleikstölurnar séu sjaldséðar hjá Mosfellingum Þeir keyrðu grimmt á okkur og Haukur skorar fjögur af fyrstu fimm mörkunum eða eitthvað, við áttum í erfiðleikum með hann. Þeir skora líka 17 mörk í fyrri hálfleik, það hefur ekki gerst hjá Aftureldingu lengi, allavega ekki á þessu tímabili, við vorum bara lélegir í vörn. „Þetta var geggjað, þetta var bara toppslagur. Eins og þetta hefur verið hjá okkur þessir síðustu leikir, þetta dettur öðru hvoru megin. Við finnum einhvernveginn alltaf jazzið bara í lokin og siglum þessu. Þetta er fjórði leikurinn sem við vinnum bara með einu marki, það er ekki tilviljun sko.“ Einar segir að markmiðið sé að vera á toppnum í vor en að þeir þurfi að vera skynsamir því þeir eigi það til að detta niður á skelfilegt plan „Það er alltaf markmiðið að vinna hvern einasta leik og við höfum sýnt það að við getum staðið í þessum bestu liðum en við getum líka dottið niður á skelfilegt plan. Nú er það bara okkar að hætta að detta niður í svona skelfilega kafla og sjá svo til“ Einar Andri: Of snemmt að spá í því „Ég er mjög ánægður, mér fannst við spila frábæran seinni hálfleik. Við vorum í basli allan fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega. Þetta var gríðalegur karakter að halda áfram og klára þetta.“ „Við breyttum aðeins varnarleikum og vorum aggressívari á Hauk, hann var búinn að fara illa með okkur í fyrri hálfleik. Við náðum ekki því fram sem við lögðum upp með fyrir leikinn en við vorum með gott plan b sem gekk upp“ „Arnór fór svo að verja líka þarna og svo var sóknarleikurinn frábær allan leikinn“ Haukur Þrastarson var spilaði stórkostlegan leik í fyrri hálfleik og réðu varnarmenn Aftureldingar ekkert við hann. Einar Andri segir að þeir hafi reynt að koma ákvarðanatökunni yfir á aðra leikmenn og með því náð tökum á sóknarleiknum þeirra „Við vissum að það mæðir mikið á honum, það er erfitt að spila heilan leik jafn vel og hann gerði í fyrri hálfleik, það fer mikil orka í þetta þótt hann sé nátturlega stórkostlegur. Við náðum að koma ákvarðanatökunni í sóknarleiknum yfir á aðra og það skilaði sér“ sagði Einar Andri sem segir að eftir að þeir lokuðu á Hauk Þrastarson þá náðu þeir að snúa leiknum við Afturelding er nú á toppi deildarinnar ásamt Haukum með 12 stig, en þeir hafi spilað virkilega vel í upphafi tímabils. Einar segir að þeir séu með lið til að halda sér á toppnum og stefnan sé tekin á það „Ég kíki ekkert á töfluna fyrr en eftir fyrri umferðina þegar allir eru búnir að spila við alla. Það er alltof snemmt að fara að spá fyrir því en við stefnum að sjálfsöðgu að því eins og önnur lið að vera á toppnum í vor.“ sagði Einar Andri.Grímur Hergeirssonvísir/daníelGrímur: Við vinnum yfirleitt þessa jöfnu leikiGrímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, var rólegur en svekktur eftir tap kvöldsins „Við gáfum eftir varnarlega og markvarslan var ekki nægilega góð í seinni hálfleik, eða bara heilt yfir. Held að við séum bara með eitt eða tvö skot varin í seinni hálfleik, þá er þetta erfitt.“ sagði Grímur sem fékk litla sem enga markvörslu í leiknum Selfoss nær gjarnan yfirhöndinni í sínum leikjum en það dregur svo af þeim. Grímur segir þá yfirleitt hafa betur í þessum jöfnu leikjum en svo hafi ekki verið í kvöld en hann þurfi að skoða það betur hvað veldur þessu tapi „Við höfum nú yfirleitt verið að vinna þá leiki en Afturelding hafði betur í dag. Ég þarf bara að skoða það betur hvað gerist nákvæmlega í þessum leik, maður er ekkert alveg með það á hreinu hvað það er sem gerist.“ „Við fórum allavega að klikka á færum á þessum tímapunkti þegar þeir eru að jafna og komast yfir, það telur allt saman“ „Þetta var bara hörkuleikur, skemmtilegur leikur þar sem var hart tekist á og engin svikin af þessum leik, nema kannski Selfyssingarnir, það er leiðinlegt að fara með tap yfir heiðina“ sagði Grímur að lokum Olís-deild karla
Afturelding vann sterkan sigur á Selfossi í Mosfellsbænum í kvöld, 32-31. Eftir að hafa elt allan leikinn þá gáfust heimamenn ekki upp og uppskáru verðskuldaðann sigur. Það voru þó gestirnir frá Selfossi sem byrjuðu leikinn betur og leiddu 1-5 eftir tæpar 10 mínútur. Leikmenn Aftureldingar voru seinir í gang en jöfnuðu leikinn um miðbik fyrri hálfleiks í stöðunni, 7-7. Leikurinn var í járnum næstu 10 mínúturnar eða þar til Selfyssingar náðu þriggja marka forystu, 10-13. Selfoss missti þessa þriggja marka forystu ekki frá sér og leiddi að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 14-17. Síðari hálfleikurinn spilaðist eins og frá var horfið í þeim fyrri, Selfoss leiddi með tveimur til þremur mörkum þar til líða tók á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka jöfnuðu heimamenn, 24-24. Mosfellingar tóku Hauk Þrastarson út úr sóknarleiknum hjá Selfossi og með því að loka á hann datt sóknarleikur Selfoss niður. Leikurinn var jafn það sem eftir lifði leiks, Afturelding komst þó í tveggja marka forystu en eins og oft áður tókst Selfyssingum að gera leikinn spennandi og munaði aðeins einu marki þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimenn náðu að spila út leiktímann og fögnuðu innilega sterkum sigri á Selfyssingum, 32-31. Af hverju vann Afturelding? Frábær endurkoma, seigla og karakter á loka korterinu. Með því að loka á Hauk Þrastarson, fór vörnin að ná tökum á sóknarleik Selfoss og Arnór Freyr fór að verja mikilvæga bolta. Hverjir stóðu upp úr?Árni Steinn Steinþórsson var heilt yfir atkvæðamestur í liði Selfoss, hann spilaði virkilega góðan leik. Hann skoraði fjögur mörk en var með 8 sköpuð færi og 8 löglegar stöðvanir varnarlega. Markahæstur var Haukar Þrastarson, hann spilaði stórkostlegan leik í fyrri hálfleik en var stoppaður í þeim síðari Birkir Benediktsson var magnaður, skoraði 10 mörk úr 10 skotum. Guðmundur Árni Ólafsson var honum næstur með 7 mörk en varnarlega var Gunnar Malmquist atkvæðamestur.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Selfoss var hægur og erfiður eftir að Haukur var tekinn út, það er áhyggjuefni að þeir nái ekki að leysa sóknina án hans. Markvarslan var einnig slök hjá báðum liðum í leiknum. Hvað er framundan? Í næstu umferð fá Mosfellingar Hauka í heimsókn á meðan Selfyssingar fara í heimsókn í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Einar Ingi: Þetta hefur ekki gerst hjá Aftureldingu áður„Þetta er fjórði leikurinn sem við vinnum bara með einu marki, það er ekki tilviljun sko“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar „Við tökum bara saman í andlitinu í hálfleik, bindum saman vörn í seinni og siglum þessu heim“ sagði Einar Ingi Hrafnsson, um sigurinn Afturelding var smá tíma að vinna sig inní leikinn, Einar segir að þeir hafi verið virkilega slakir varnarlega og að hálfleikstölurnar séu sjaldséðar hjá Mosfellingum Þeir keyrðu grimmt á okkur og Haukur skorar fjögur af fyrstu fimm mörkunum eða eitthvað, við áttum í erfiðleikum með hann. Þeir skora líka 17 mörk í fyrri hálfleik, það hefur ekki gerst hjá Aftureldingu lengi, allavega ekki á þessu tímabili, við vorum bara lélegir í vörn. „Þetta var geggjað, þetta var bara toppslagur. Eins og þetta hefur verið hjá okkur þessir síðustu leikir, þetta dettur öðru hvoru megin. Við finnum einhvernveginn alltaf jazzið bara í lokin og siglum þessu. Þetta er fjórði leikurinn sem við vinnum bara með einu marki, það er ekki tilviljun sko.“ Einar segir að markmiðið sé að vera á toppnum í vor en að þeir þurfi að vera skynsamir því þeir eigi það til að detta niður á skelfilegt plan „Það er alltaf markmiðið að vinna hvern einasta leik og við höfum sýnt það að við getum staðið í þessum bestu liðum en við getum líka dottið niður á skelfilegt plan. Nú er það bara okkar að hætta að detta niður í svona skelfilega kafla og sjá svo til“ Einar Andri: Of snemmt að spá í því „Ég er mjög ánægður, mér fannst við spila frábæran seinni hálfleik. Við vorum í basli allan fyrri hálfleikinn, sérstaklega varnarlega. Þetta var gríðalegur karakter að halda áfram og klára þetta.“ „Við breyttum aðeins varnarleikum og vorum aggressívari á Hauk, hann var búinn að fara illa með okkur í fyrri hálfleik. Við náðum ekki því fram sem við lögðum upp með fyrir leikinn en við vorum með gott plan b sem gekk upp“ „Arnór fór svo að verja líka þarna og svo var sóknarleikurinn frábær allan leikinn“ Haukur Þrastarson var spilaði stórkostlegan leik í fyrri hálfleik og réðu varnarmenn Aftureldingar ekkert við hann. Einar Andri segir að þeir hafi reynt að koma ákvarðanatökunni yfir á aðra leikmenn og með því náð tökum á sóknarleiknum þeirra „Við vissum að það mæðir mikið á honum, það er erfitt að spila heilan leik jafn vel og hann gerði í fyrri hálfleik, það fer mikil orka í þetta þótt hann sé nátturlega stórkostlegur. Við náðum að koma ákvarðanatökunni í sóknarleiknum yfir á aðra og það skilaði sér“ sagði Einar Andri sem segir að eftir að þeir lokuðu á Hauk Þrastarson þá náðu þeir að snúa leiknum við Afturelding er nú á toppi deildarinnar ásamt Haukum með 12 stig, en þeir hafi spilað virkilega vel í upphafi tímabils. Einar segir að þeir séu með lið til að halda sér á toppnum og stefnan sé tekin á það „Ég kíki ekkert á töfluna fyrr en eftir fyrri umferðina þegar allir eru búnir að spila við alla. Það er alltof snemmt að fara að spá fyrir því en við stefnum að sjálfsöðgu að því eins og önnur lið að vera á toppnum í vor.“ sagði Einar Andri.Grímur Hergeirssonvísir/daníelGrímur: Við vinnum yfirleitt þessa jöfnu leikiGrímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss, var rólegur en svekktur eftir tap kvöldsins „Við gáfum eftir varnarlega og markvarslan var ekki nægilega góð í seinni hálfleik, eða bara heilt yfir. Held að við séum bara með eitt eða tvö skot varin í seinni hálfleik, þá er þetta erfitt.“ sagði Grímur sem fékk litla sem enga markvörslu í leiknum Selfoss nær gjarnan yfirhöndinni í sínum leikjum en það dregur svo af þeim. Grímur segir þá yfirleitt hafa betur í þessum jöfnu leikjum en svo hafi ekki verið í kvöld en hann þurfi að skoða það betur hvað veldur þessu tapi „Við höfum nú yfirleitt verið að vinna þá leiki en Afturelding hafði betur í dag. Ég þarf bara að skoða það betur hvað gerist nákvæmlega í þessum leik, maður er ekkert alveg með það á hreinu hvað það er sem gerist.“ „Við fórum allavega að klikka á færum á þessum tímapunkti þegar þeir eru að jafna og komast yfir, það telur allt saman“ „Þetta var bara hörkuleikur, skemmtilegur leikur þar sem var hart tekist á og engin svikin af þessum leik, nema kannski Selfyssingarnir, það er leiðinlegt að fara með tap yfir heiðina“ sagði Grímur að lokum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti