Reyndi að heimsækja forseta Brasilíu skömmu fyrir morðið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 06:45 Bolsonaro tók myndbandið upp á hótelherbergi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Nordicphotos/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu. Brasilía Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, réðst á fjölmiðla í gær með gífurlegri heift eftir að greint var frá því að annar tveggja grunaðra morðingja Marielle Franco hefði komið við á heimili hans fyrir morðið. Franco, sem var vinstrisinnuð stjórnmálakona í Rio de Janeiro, var skotin til bana þann 14. mars á síðasta ári. Hún var einna þekktust fyrir að gagnrýna lögregluna fyrir að beita ofbeldi og drápum án dóms og laga. Þeir grunuðu eru báðir lögreglumenn. „Skítseiðin ykkar, drullusokkarnir ykkar! Þetta mun ekki festast við mig!“ sagði forsetinn í myndbandsupptöku á samfélagsmiðlasíðu sinni eldsnemma í gærmorgun, en hann var þá á hóteli í Sádi-Arabíu. Fréttin hafði birst í sjónvarpsþættinum Jornal Nacional á TV Globo kvöldið áður enn það er langlífasti og virtasti fréttaþáttur í Brasilíu. Alls var upptaka forsetans 23 mínútur og á köflum æpti hann og var nálægt gráti. „Ég ætti ekki að missa stjórn á skapi mínu. Ég er forseti lýðveldisins. En ég játa að ég er kominn á fremsta hlunn,“ sagði Bolsonaro. „Það sem þið gerðuð var glæpsamlegt, að birta svona sögu á besta tíma í sjónvarpinu.“ Sakaði hann jafnframt fréttamennina um að vera óþjóðrækna. Í frétt Jornal Nacional kom fram að hinum grunaða, Elcio Queiroz, hefði verið hleypt inn á heimili forsetans verðandi klukkan 5.10 sama dag og Franco var myrt. Bolsonaro var þá þingmaður í Rio de Janeiro fylki og bjó í glæsihýsi við ströndina. Við hliðið sagði Queiroz verðinum að hann ætlaði að hitta Bolsonaro en hinn síðarnefndi var þá í erindagjörðum í höfuðborginni Brasilíu. Ónefndur maður, sem vörðurinn taldi vera Bolsonaro, sagði verðinum að hleypa Queiroz inn. Einhverra hluta vegna ók Queiroz þá í burtu og fór að heimili Ronnie Lessa, sem einnig er grunaður um morðið. Bolsonaro lét ekki aðeins gamminn geisa á samfélagsmiðlum heldur beitti hann embættismönnum sínum fyrir sig. Augusto Heleno, herforingi og yfirmaður öryggismála, sagði í gær að fréttin hefði verið tilraun til að hvetja til uppþota og ofbeldis, líkt og sjá mætti í Chile og fleiri löndum rómönsku Ameríku. Þá sagði Frederick Wassef, lögmaður forsetans, að fréttin væri hreinn uppspuni. Stjórnarandstæðingar í Brasilíu hafa hins vegar kallað eftir rannsókn á málinu og hneyksluðust jafn framt á framkomu forsetans í myndbandinu.
Brasilía Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira