Handbolti

Sigursteinn: Ákváðum að taka þennan slag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigursteinn var sáttur með sína menn í kvöld.
Sigursteinn var sáttur með sína menn í kvöld. vísir/vilhelm
FH bar sigurorð af ÍR, 27-32, í Olís-deild karla í kvöld. Úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik þegar FH-ingar voru ellefu mörkum yfir, 8-19.

„Við vorum virkilega sáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Vörnin var mjög góð og við refsuðum grimmt. Það hefði verið hrokafullt að vera ekki sáttur með stöðuna í hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir leik.

ÍR-ingar keyra venjulega grimmt í bakið í andstæðingum sínum en FH-ingar svöruðu í sömu mynt.

„Við hlupum líka með þeim og vorum undirbúnir fyrir það. Þeir hafa verið virkilega öflugir þegar kemur að því að refsa mótherjunum og þeir spila á háu tempói. Við ákváðum að taka þann slag með þeim,“ sagði Sigursteinn.

Phil Döhler var frábær í markinu hjá FH og varði tæplega 30 skot. Sigursteinn var að vonum ánægður með frammistöðu þess þýska.

„Ég er mjög sáttur. Hann hefur átt nokkra erfiða leiki en við vitum að hann er góður markvörður,“ sagði Sigursteinn.

FH steig aðeins af bensíngjöfinni undir lokin en Sigursteinn hafði yfir litlu að kvarta.

„Ef einhver hefði boðið mér fimm marka sigur á móti liðinu í 2. sæti fyrir leik hefði ég svo sannarlega tekið það,“ sagði Sigursteinn að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×