Handbolti

Aron öflugur í Meistara­deildar­sigri og sigrar hjá Ís­lendinga­liðunum í Sví­þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. vísir/getty
Aron Pálmarsson átti flottan leik fyrir Barcelona sem vann sigur á þýsku meisturunum í Flensburg, 34-27, í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en þeir spænsku leiddu með sex mörkum í hálfleik, 18-12, en munurinn varð að endingu sjö mörk.

Aron skoraði fimm mörk fyrir Börsunga og var markahæstur þeirra ásamt Dika Mem og Aitor Arino Bengoechea sem skoruðu einnig fimm mörk.

Barcelona er með tíu stig á toppi A-riðilsins en Flensburg er með sjö stig eftir fyrstu sex leikina.

Í Svíþjóð unnu Kristianstad öruggan sigur á Hallby, 26-17, en Íslendingarnir höfðu hægt um sig. Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk og Teitur Örn Einarsson eitt.

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Savehof unnu tveggja marka sigur á Skövde, 32-30, í sömu deild. Savehof er í 8. sætinu með ellefu stig en Kristianstad er í fimmta sætinu með tólf stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×