Sebastian: Ég hef alltaf mætt í viðtöl en hvar eruð þið búnir að vera? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2019 20:11 Sebastian sagði slæma færanýtingu hafa orðið Stjörnunni að falli. vísir/bára Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti