Sebastian: Ég hef alltaf mætt í viðtöl en hvar eruð þið búnir að vera? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2019 20:11 Sebastian sagði slæma færanýtingu hafa orðið Stjörnunni að falli. vísir/bára Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur eftir jafnteflið við Hauka, 22-22, í kvöld. „Ég er mjög ósáttur. Það vantaði smá upp á kraft. Þetta var þriðji krefjandi leikurinn okkar á einni viku. Þær höfðu aðeins meiri orku í lokin,“ sagði Sebastian í samtali við Vísi. „Eins og venjulega spiluðum við frábæra vörn. Mér fannst við sundurspila þær á stórum köflum í leiknum en klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum. Það hefur verið of mikið um það í vetur. Svo verða dómararnir að samræma sig betur. Það sem eitt par dæmir, annað dæmir það ekki. Ég var alveg „lost“ með sumt í dag en það hafði ekkert með leikinn að gera.“ Miðað við frammistöðuna sagði Sebastian að Stjarnan gæti verið nokkuð sátt með eitt stig út úr leiknum. „Því miður spiluðum við ekki betur en þetta en fengum samt stig. Er ekki sagt að það sé einkenni góðra liða; að spila illa og tapa ekki. Við tökum stigið en mér fannst við geta gert betur,“ sagði Sebastian. „Mér fannst við geta nýtt færin betur. Svo vorum við að reyna of erfiða hluti. Kappið var oft meira en skynsemin. En heilt yfir fengum við fín færi til að loka leiknum en hleyptum þeim alltaf inn í hann. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem við fáum ekki það sem við viljum út af færanýtingu.“ Sebastian var með skilaboð til fjölmiðla eftir viðtalið. „Ég er með eina vinsamlega fyrirspurn ef ég má bæta við. Smá innlegg í umræðuna um þjálfara og viðtöl. Ég tók eftir því að mönnum var heitt í hamsi þegar Bjarni Fritzson [þjálfari karlaliðs ÍR] mætti ekki í viðtöl um daginn. Þetta er meira í gamni en samt ekki. Nú er þetta 8. umferð og ég hef mætt í viðtöl eftir hvern einasta leik. Má ég spyrja hvar eruð þið búnir að vera?“ spurði Sebastian.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 22-22 | Stig á lið í Garðabænum Stjarnan og Haukar skildu jöfn, 22-22, í hörkuleik í Garðabænum í kvöld. 9. nóvember 2019 20:15