Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Sylvía Hall skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“ Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. Vinnustöðvanir líkt og þær sem náðu til blaðamanna í dag nái ekki til starfa eða starfsgreina heldur einungis félagsmannanna sjálfra. „Þetta er algjört lykilatriði því verkföll og vinnustöðvanir ná ekki til starfa eða starfsgreina heldur bara þeirra félagsmanna sem sinna tilteknum störfum og verkfallsboðun nær til hverju sinni,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Vinnustöðvanirnar náðu til vefblaðamanna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, hluta fréttamanna RÚV og hjá Sýn sem fer með rekstur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á milli klukkan 10 og 14 í dag og voru þær fyrstu sem boðaðar eru næstu vikur. Það vakti því mikla athygli þegar fréttir fóru að birtast á vef mbl.is á meðan vefblaðamenn voru í verkfalli. Það reyndust vera blaðamenn Morgunblaðsins sem sáu um fréttaskrifin á vefnum, sem og fyrrverandi sumarstarfsmaður og lausapenni á blaðinu. Á meðan blaðamenn vefsins lögðu niður störf í samræmi við boðnar aðgerðir voru því aðrir sem gengu í þeirra störf á meðan og birtu fréttir. Þeir blaðamenn sem vinnustöðvanirnar náðu til lýstu yfir vonbrigðum sínum með málið og sögðu þetta til þess fallið að varpa rýrð á vefinn og gera deiluna þeim mun erfiðari.Sjá einnig: Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga „Við undirrituð blaðamenn og fréttastjórar á frétta- og íþróttadeild mbl.is lýsum yfir vonbrigðum með þetta framferði og þau viðhorf til löglega boðaðra aðgerða sem þarna birtast. Við teljum að þetta framferði sé til þess fallið að varpa rýrð á mbl.is, ekki síst þá blaðamenn sem þar starfa og leitast eftir fremsta megni við að sinna starfi sínu af heilindum og fagmennsku.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.Vísir/VilhelmReglurnar skýrar Halldór Benjamín segir samtökin hafa sent út leiðbeiningar til þeirra sem vinnustöðvanirnar ná til. Þær reglur sem þar komi farm hafi verið staðfestar í dómaframkvæmd og umrædd túlkun hafi haldið í áratugi. Því miður sé það svo að aðilar deili alltaf um hvað megi og megi ekki þegar kemur að svona málum en það sé þó mikilvægt að reglum sé fylgt. „Það er lykilatriði í öllum deilum og í siðaðra manna samfélagi, að það séu einfaldlega reglur sem liggi fyrir og báðir aðilar verði að lúta þeim reglum,“ segir Halldór. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, var ósáttur við það að aðrir gengu í störf blaðamanna í félaginu og sagði að um skýrt verkfallsbrot væri að ræða sem yrði skotið til félagsdóms. Halldór segist ekki gera athugasemd við það ef Blaðamannafélagið kýs að leita til félagsdóms vegna málsins. „Ef vafaatriði koma upp, eða túlkunaratriði, þá geri ég ekki athugasemd við það að blaðamannafélagið skjóti þeim til félagsdóms,“ segir Halldór. Hann segist jafnframt vera vongóður um að samningar náist. „Viðræður við Blaðamannafélagið hafa ekki enn verið til lykta leiddar en ég er vongóður um að það takist eins og hefur tekist í samningaviðræðum við yfir 95% okkar viðsemjenda og ég geri ráð fyrir því að ríkissáttasemjari muni boða fund í deilunni fyrri hluta eða um miðja næstu viku.“
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36