Skipun þverpólitískra þingmannanefnda ekki alltaf æskileg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Umboðsmaður Alþingis kom á fund þriggja þingnefnda í morgun. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir. Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Ekki er alltaf æskilegt að stofna þverpólitíska þingmannanefndir til að fara ofan í saumana á lagasetningu sem þarf að bæta. Þetta kom fram í máli umboðsmanns Alþingis á fundi hans með þremur þingnefndum í morgun þar sem skýrsla úr eftirlitsheimsókn á geðdeild Klepps var til umfjöllunar. Skýrslan var birt um miðjan október en hún er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða. Honum var falið að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri meðferð eða refsingu.Sjá einnig: Mannréttindabrot framin á hverjum degi á einstaklingum með geðrænan vanda Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeildir Klepps leiddu í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Umboðsmaður kynnti skýrsluna á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og velferðarnefndar í morgun, en Helga Vala Helgadóttir er formaður þeirrar síðastnefndu. „Ég er ótrúlega ánægð með að við höfum falið umboðsmanni og því embætti þetta eftirlit af því að þetta er bara mjög vel unnið og faglegt,“ segir Helga Vala. Hún segir ljóst að bregðast þurfi við þeim athugasemdum sem gerðar eru í skýrslunni og varða til að mynda þvingaða lyfjagjöf.Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Baldur HrafnkellHver er ábyrgð ykkar þingmanna til að bregðast við því? „Það sem að kom líka fram hjá umboðsmanni var í rauninni að honum þykir ekki gott að skipaðar séu þverpólitískar þingmannanefndir til þess að fara ofan í saumana á svona vinnu eins og þessari. Og benti hann á til dæmis umræðuna sem nú er varðandi útlendingalögin af því að Alþingi á að vera eftirlitsaðilinn, hann vildi í rauninni, var svona aðeins að ía að því að það væri óheppilegt að þingmennirnir sjálfir væru bæði að vinna að allri lagasetningunni af því þar með væru þeir pínu lítið múlbundnir ef illa færi,“ segir Helga Vala. Það sé ekki heppilegt að þingmenn hafi eftirlit með eigin lagasetningu. „Við þurfum svona aðeins að skoða hvort við þurfum að endurskoða fyrri ákvörðun okkar en Alþingi tók þá ákvörðun að skipa, samþykkti þingsályktunartillögu um að skipuð yrði þingmannanefnd til að fara yfir lögræðislögin til dæmis, sem að virðist á þessu að sé í rauninni kannski ekki fullnægjandi. Hvorki skipun nefndarinnar né það að bara lögræðislögin eigi að vera undir.
Alþingi Mannréttindi Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira