Dómur mildaður yfir Sigurði í Skáksambandsmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 15:05 Sigurður Ragnar Kristinsson hefur verið reglulegur gestur í dómssal undanfarin tvö ár. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni. Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Landsréttur mildaði í dag refsingu Sigurðar Ragnars Kristinssonar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með aðild hans að Skáksambandsmálinu svokallaða. Sigurður var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar en Landsréttur stytti refsinguna í þrjú og hálft ár. Þetta staðfestir Hilmar Magnússon, verjandi Sigurðar, í samtali við Vísi. Sigurður var dæmdur til að greiða helming áfrýjunarkostnaðar. Frá refsingunni dregst þriggja mánaða gæsluvarðhald sem Sigurði var gert að sæta á sínum tíma á meðan rannsókn málsins stóð. Tveir aðrir voru ákærðir í málinu, annars vegar Hákon Örn Bergmann sem hlaut tólf mánaða fangelsisdóm í héraði og Jóhann Axel Viðarsson sem hlaut níu mánaða fangelsisdóm í héraði, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir.Formaður skáksambandsins tók við pakkanum Málið varðar innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Fyrstu fréttir af málinu sneru að fíkniefnafundi í húsakynnum Skáksambands Íslands sem varð til þess að málið var tengt sambandinu. Pakki með ætluðum fíkniefnum barst Skáksambandi Íslands þar sem forseti sambandsins veitti honum viðtöku án þess að vita hvað væri að finna í pakkanum. Á annan tug sérsveitarmanna komu að aðgerðunum í húsakynnum Skáksambandsins í Faxafeni en enginn handtekinn ef frá er talinn forseti Skáksambandsins. Honum var sleppt um leið og ljóst lá fyrir að hann tengdist málinu ekki á nokkurn hátt. Athygli vakti að Sigurður tjáði sig ekkert um málið við aðalmeðferð málsins á sínum tíma. Sigurður hlaut í fyrra tuttugu mánaða dóm fyrir skattsvik. Sigurður komst í sviðsljósið í ársbyrjun 2018 þegar þáverandi eiginkona hans féll á milli hæða og lamaðist í húsi þeirra á Spáni. Síðast þegar fréttist hafði lögregla fallið enn til rannsóknar í samstarfi við lögregluna á Spáni.
Dómsmál Skáksambandsmálið Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira