Segir Ratcliffe ekki ásælast Laxá í Aðaldal Björn Þorfinnsson skrifar 8. nóvember 2019 06:15 Gísli segir Ratcliffe ekki seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. Nordicphotos/Getty Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Félagið Aðaldalur ehf. keypti í lok árs 2009 hluti í þremur jörðum með veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Um er að ræða jarðirnar Knútsstaði og Straumsnes í Aðaldælahreppi og jörðina Hóla í Laxárdal. Að auki keypti félagið íbúðarhús á jörðinni Lynghóli í Aðaldælahreppi. Í áratug sýslaði félagið ekki meira með fasteignir allt þar til nú í september þegar félagið keypti hluta jarðarinnar Austurhaga í Aðaldælahreppi. Erfitt er að henda reiður á hve stóra hlutdeild í veiðiréttindum Laxár í Aðaldal félagið Aðaldalur á nú. Samkvæmt óvísindalegu mati sérfræðings sem Fréttablaðið ræddi við er hlutdeildin líklega um 3-5 prósent. Aðaldalur er í eigu félagsins Dylan Holding SA sem skráð er í Lúxemborg. Sá sem hefur verið í forsvari fyrir Dylan Holding SA um veiðiréttindi félagsins er stjórnarformaður þess, fjárfestirinn Jóhannes Kristinsson, sem er þekktur fyrir aðild sína að Fons og Iceland Express á árum áður. Hann hefur verið sagður eigandi félagsins en einnig hefur því verið haldið fram, meðal annars í fréttum Morgunblaðsins og Kjarnans, að raunverulegur eigandi Dylan Holding SA sé Jim Ratcliffe. Gísli Ásgeirsson, talsmaður Jims Ratcliffe hérlendis, vísar því þó alfarið á bug að breski auðkýfingurinn ætli að seilast til áhrifa í Laxá í Aðaldal. „Jim Ratcliffe er ekki eigandi Dylan Holding SA,“ segir Gísli og leggur þunga áherslu á að Ratcliffe ætli að einbeita sér að þeim svæðum sem hann hefur þegar fjárfest í. Engin áform séu um að eignast veiðiréttindi í Laxá í Aðaldal. Viðskipti Jóhannesar með jarðir hafa verið nátengd viðskiptum auðkýfingsins Jims Ratcliffe. Þannig fjárfestu þeir báðir í gríð og erg í hlunnindajörðum á Norðausturlandi, sérstaklega í Vopnafirði og Þistilfirði. Jarðakaup Jóhannesar fóru fram í gegnum nokkur eignarhaldsfélög og var greint frá því á dögunum að hann hefði selt fimm þessara félaga til félaga í eigu Jims Ratcliffe. Aðspurður hvers vegna fréttir um eign hans í Dylan Holding SA hafi ekki verið bornar til baka segir Gísli: „Við höfum ekki séð ástæðu til að eltast við það en við svörum þegar við erum spurðir.“ Í ágúst síðastliðnum var kynnt samkomulag Ratcliffes og Hafrannsóknastofnunar um rannsóknaráætlun til verndar íslenska laxastofninum. Rannsóknin sem er fjármögnuð af Ratcliffe verður unnin í samstarfi við Imperial College í London. Er áætlunin hluti af sjálfbærri langtímaverndaráætlun sem miði að því að laxveiðar á Íslandi verði áfram þær bestu og sjálfbærustu í heimi. Jarðakaup Ratcliffes hafa verið töluvert til umræðu að undanförnu en talið er að hann eða félög í hans eigu hafi á síðstu árum eignast að öllu eða verulegu leyti um 40 jarðir á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Jarðakaup útlendinga Þingeyjarsveit Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira