Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 13:30 Rauður verður einkennislitur hins nýja Play. Liturinn er ástríðufullur að sögn forstjóra flugfélagsins, auk þess sem hann hefur tengingu við íslenska náttúru. Vísir/vilhelm Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því. Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. Þetta er meðal þess sem Kjarninn segir að komi fram í fjárfestakynningu Play, sem Íslensk verðbréf kynntu fyrir fjárfestum í síðustu viku. Launakostnaður íslenskra flugfélaga hefur verið hár í samanburði við samkeppnisfélög í flugi til og frá landinu. Launakostnaður Icelandair Group var þannig 37,9 prósent af tekjum félagsins á fyrri hluta ársins, en til samanburðar hefur hlutfallið verið um 22 prósent hja SAS og British Airways.Eins og fram kom á blaðamannafundi Play á þriðjudag hafa stjórnendur flugfélagsins „einbeitt sér að kostnaðarhliðinni,“ og má ætla að fyrrnefnd kostnaðarlækkun félagsins þegar kemur að flugmönnum og flugliðum sé liður í því. Í fjárfestakynningunni á að koma fram að lækkunin nemi um 27 til 37 prósentum miðað við þá samninga sem WOW gerði við þessar starfstéttir. Þar að auki ætli Play sér að auka nýtingu á áhöfnum sínum. Stefnan sé sett á að hver áhöfn afkasti um 800 til 900 klukkustunda nýtingu á mánuði, samanborið við 550 klukkstunda nýtingu meðal áhafna Icelandair.María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag.vísir/vilhelmArnar Már Magnússon, forstjóri Play, tók skýrt fram að flugfélagið væri íslenskt og laun yrðu greidd samkvæmt íslenskum samningum. Alþýðusambandinu þótti það þó greinilega ekki trúverðugt heldur sendi út fréttatilkynningu skömmu eftir fundinn þar sem þess var krafist að Play myndi ganga til samninga áður en starfsemi félagsins hæfist af alvöru. „ASÍ treystir því að hið nýja fyrirtæki ætli sér ekki að keppa á íslenskum flug- og ferðamarkaði á grundvelli félagslegra undirboða,“ eins og þar sagði. Fram kom á fyrrnefndum blaðamannafundi á þriðjudag að Play hefði þegar gengið til kjarasamninga fyrir flugmenn og flugliða. Stéttirnar eru meðlimir Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) sem var áður stéttarfélag flugmanna WOW air.Sjá einnig: Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá PlaySamningurinn við ÍFF er sagður sambærilegur þeim „sem flugfélög eru að gera t.d. í Dublin og á öðrum hagkvæmum flugrekstrarstöðum,“ eins og Kjarninn tekur upp úr fjárfestakynningunni. Formaður Flugfreyjufélags Íslands hefur þegar lýst efasemdum um þetta fyrirkomulag Play, segir það vekja upp spurningar þegar „sérstaklega er stofnað nýtt stéttarfélag eða deild innan stéttarfélags – sem gengur á aðildarsvæði stéttarfélags sem fyrir er – samhliða stofnun nýs fyrirtækis,“ eins og Berglind Hafsteinsdóttir orðaði það við Morgunblaðið. Þetta opni á það að félagið geri sína eigin kjarasamninga, eins og virðist vera að koma á daginn samkvæmt fjárfestakynningunni, og þannig undirboðið þá samninga sem Flugfreyjufélagið er með sína viðsemjendur. Upplýsingafulltrúi Play segist gera ráð fyrir almennri sátt um kjarasamning flugfélagsins við ÍFF. Markmiðið sé að gera flugfélagið að eftirsóttum vinnustað, sanngjarnir kjarasamningar séu liður í því.
Fréttir af flugi Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45 Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34 Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Play útskýrir frímiðaleikinn Frímiðaleiknum, sem flugfélagið Play hyggst standa fyrir á næstu vikum, mætti einna helst líkja við páskaeggjaleit. 7. nóvember 2019 10:45
Hátt í þúsund manns sótt um vinnu hjá Play Í tilkynningu Play segir að umsóknir berist enn, sólahring eftir að flugfélagið var tilkynnt. 6. nóvember 2019 14:34
Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði "Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki "make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar 7. nóvember 2019 10:45