Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13