Sportpakkinn: Hefði VAR getað komið i veg fyrir brottrekstur miðvarða Ajax á Brúnni í gærkvöldi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 15:30 Joel Veltman hjá Ajax fær hér rauða spjaldið í leiknum í gær. Getty/Chloe Knott Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni? Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Chelsea og Ajax gerðu 4-4 jafntefli í mögnuðum leik í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem bauð eiginlega upp á allt sem frábær fótboltaleikur getur boðið upp á. Arnar Björnsson fór yfir það sem gerðist á Brúnni í gær. Leikurinn í Lundúnum fer í sögubækurnar. Chelsea vann fyrri leikinn í Hollandi, MichyBatshuayi skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok. Ajax átti eitt skot sem fóru á markrammann í fyrri hálfleik en var 3-1 yfir í hálfleik. Tammy Abraham skoraði sjálfsmark á 2. mínútu, Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu og HakimZiech lagði upp annað mark Hollendinganna á 20. mínútu, QuincyPromes skallaði í markið. Þriðja markið var sjálfsmark, Ziech tók aukaspyrnu við hornfánann, skot hans sveif yfir markvörðinn KepaArrizabalaga, fór í tréverkið og þaðan í Spánverjann í markinu. 3-1 fyrir Ajax, tvö sjálfsmörk hjá Chelsea. Donny van deBeek skoraði fjórða mark Ajax þegar 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik og þá héldu margir að úrslitin væru ráðin. Aðeins þrisvar hefur Lundúnaliðið fengið á sig fjögur mörk á heimavelli í meistaradeildinni, síðast í eftirminnilegum leik gegn Liverpool í apríl 2009, 4-4 urðu úrslitin í þeim leik. Fyrirliðinn CesarAzpilicueta minnkaði muninn í tvö mörk á 63. mínútu. Fjórum mínútum síðar byrjaði ótrúleg atburðarás. Daley Blind braut á Tammy Abraham, ítalski dómarinn GianlucaRocchi lét leikinn halda áfram þar sem Chelsea var í sókn. CallumHudson-Odoi fékk boltann en skot hans fór í höndina á JoëlVeltman. Rocchi stöðvaði leikinn og byrjaði á því að reka Blind útaf, leitaði síðan að Veltman sem hafði líkt og Blind fengið gula spjaldið í fyrri hálfleik. Eftir stóðu níu leikmenn Ajax þegar Jorghinho skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var fyrir hendina á Veltman. Þremur mínútum síðar var viðsnúningurinn fullkominn þegar hinn 19 ára Reece James jafnaði metin. Mörkin hefðu getað orðið fleiri, Chelseaskoraði en markið var dæmt af. Ajax fékk tækifæri til að skora en 4-4 urðu úrslitin í ótrúlegum leik á Brúnni. Enskir fjölmiðlar hrósa Chelsea fyrir að krækja í jafntefli úr nánast vonlausri stöðu. Í Hollandi velta menn því fyrir sér að ef CallumHudson-Odoi hefði skorað, í stað þess að skjóta í höndina á Veltman, hefðu myndbandsdómarar væntalega skoðað hvort Jorghino hefði brotið á Daly Blind skömmu áður en Hollendingurinn braut á Tammy Abraham. Þá kemur upp sá möguleiki að markið hefði verið dæmt af Chelsea og Blind fengið aukaspyrnu. Ef atburðarásin hefði orðið á þann veg hefðu þeir Daly Blind og JoëlVeltman sloppið við brottreksturinn. Ajax, Chelsea og Valencia eru öll með 7 stig þegar fjórar umferðir af sex eru búnar af riðlakeppninni. Í 5. umferðinni sækir Chelsea, Valencia heim og Ajax keppir við Lille í Frakklandi. Lille er í neðsta sæti með eitt stig.Klippa: Sportpakkinn: Hefði getað komið í veg fyrir rauðu spjöldin á Brúnni?
Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Tengdar fréttir Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45 „Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að hafa misst mann af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Átta mörk og tvö rauð spjöld í ótrúlegu jafntefli á Brúnni Chelsea og Ajax gerðu jafntefli, 4-4, í rosalegum leik á Stamford Bridge er liðin mættust í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 5. nóvember 2019 21:45
„Fannst dómarinn missa sig þegar hann rak tvo leikmenn Ajax út af“ Sérfræðingar Meistaradeildarmessunnar voru ósammála um ýmis atriði í dómgæslunni í leik Chelsea og Ajax í gær. 6. nóvember 2019 12:00