Håland langt á undan Messi og Ronaldo og verðmiðinn hækkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 09:00 Erling Braut Håland hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur. Hér fagnar hann sjöunda markinu sínu í gær. Getty/ Francesco Pecoraro Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019 Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hélt áfram að skrifa söguna í Meistaradeildinni í gær þegar hann skoraði fyrir Red Bull Salzburg í fjórða Meistaradeildarleiknum í röð. Håland skoraði strax á elleftu mínútu í gær í 1-1 jafntefli Red Bull Salzburg við Napoli á Ítalíu.Seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. And at just 19, RB Salzburg's Erling Braut Haaland could already be commanding a monster transfer feehttps://t.co/eIV1iuuJV5#UCLpic.twitter.com/7Nz9kzyBbi — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Håland hefur nú skorað sjö mörk í fyrstu fjórum Meistaradeildarleikjum sínum en því hefur enginn annar leikmaður náð í sögu keppninnar.7 - Erling Haaland has scored seven goals in his first four Champions League appearances – two more than any other player in the competition’s history. Wunderkind. pic.twitter.com/thPucN0KNM — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019 Þrír aðrir hafa náð að skora í fjórum fyrstu Meistaradeildarleikjum sínum en það eru Alessandro Del Piero, Diego Costa og Ze Carlos. Enginn hefur hins vegar ná að skora meira en fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum. Håland skoraði þrennu í fyrsta leiknum á móti Genk, eitt mark á móti Liverpool á Anfield, tvö mörk í heimaleiknum á móti Napoli og loks eitt mark í útileiknum við ítalska félagið í gær. Hann hefur nú skorað sjö mörk á fyrstu 272 mínútunum sínum í Meistaradeildinni eða mark á 39 mínútna fresti.Necesitaron menos partidos para marcar sus primeros 7 goles en Champions League: 4 partidos: HÅLAND 5 partidos: Diego Costa y Harry Kane 6 partidos: Adriano ... ... ... 18 partidos: Messi 33 partidos: Cristiano pic.twitter.com/rbPy9nP7nk — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 5, 2019Það er ljóst að Erling Braut Håland er kominn langt á undan bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hvað varðar markaskorun í Meistaradeildinni á sama tíma. Það tók Messi átján leiki í Meistaradeildinni að ná sjö mörkum og Ronaldo skoraði ekki sitt sjöunda Meistaradeildarmark fyrr en í leik númer 33. Þetta var hins vegar ekki eina metið sem Erling Braut Håland sló í gær því hann bætti einnig met þeirra Kylian Mbappé og Raúl. Enginn táningur hefur skorað fleiri mörk á einu Meistaradeildartímabili en Norðmaðurinn. Metið var sex mörk hjá þeim Mbappé og Raúl.4 - Erling Haaland is the fourth player in Champions League history to score in each of his first four appearances – the others are Zé Carlos (FC Porto, 1992/93), Alessandro Del Piero (Juventus, 1995) and Diego Costa (Atlético Madrid, 2013/14). Flames. pic.twitter.com/eZ85BM5zua — OptaJoe (@OptaJoe) November 5, 2019Erling Haaland makes history with his seventh UCL goal this season!pic.twitter.com/bVaUwqyJHo — ESPN FC (@ESPNFC) November 5, 2019 Það þarf því ekki að koma mörgum á óvart að verðmiðinn á Erling Braut Håland hækki með hverju marki hans í Meistaradeildinni. Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið Evrópu, bæði á Englandi og á Spáni, og það er ekkert skrýtið. Framganga hans á þessu tímabili lofar svo sannarlega góðu fyrir framhaldið hjá þessum nítján ára strák. Ítalska blaðið Tuttosport slær því upp að Red Bull Salzburg sé nú búið að setja hundrað milljón evra verðmiða á Håland. Samkvæmt fréttinni er búist við kapphlaupi um strákinn á milli Real Madrid og Manchester United.#Juve-#Haaland, il #Salisburgo vuole 100 milioni. E' asta con #Real e #Unitedhttps://t.co/HTJbgLGNHN — Tuttosport (@tuttosport) November 5, 2019
Meistaradeild Evrópu Noregur Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sjá meira