Sonurinn yfirgefur líka Gróttu: Orri samdi við FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 13:30 Orri Steinn Óskarsson handsalar samninginn. Mynd/Twitter/@FCKobenhavn Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
Hinn stórefnilegi Orri Steinn Óskarsson hefur gengið frá samningi við danska félagið FC Kaupmannahöfn en Danirnir og Grótta sögðu frá þessu á heimasíðum sínum í dag. Orri Steinn er aðeins fimmtán ára gamall en hefur samt leikið sautján leiki fyrir Gróttu í deild og bikar. Hann hefur skorað 9 mörk í 9 leikjum fyrir yngri landslið Íslands og er að auki með 7 mörk í 4 leikjum með fimmtán ára landsliðinu sem KSÍ telur ekki með á heimasíðu sinni.Talentafdelingen har sikret sig det 15-årige islandske offensiv-talent Orri Steinn Oskarsson, der tiltræder på vores U17-hold i sommeren 2020 #fcklivthttps://t.co/AIB70daMfR — F.C. København (@FCKobenhavn) November 5, 2019 Orri Steinn var með eitt mark í tólf leikjum með Gróttu í Inkasso deildinni í sumar en liðið vann deildina mjög óvænt og tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn. Orri Steinn spilaði undir stjórn föðurs síns Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Gróttu en Óskar Hrafn hætti með Gróttuliðið eftir tímabilið og tók við Breiðabliki. Grótta segir frá þessum tímamótum á heimasíðu sinni en þar kemur fram að Orri verður fyrsti leikmaður Gróttu sem erlent atvinnumannalið fær til sín frá félaginu. Þetta er mikill áfangi fyrir þennan efnilega leikmann og ekki síður tímamót fyrir knattspyrnudeild Gróttu. Orri Steinn er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og byrjaði að æfa fótbolta hjá Gróttu 6 ára gamall. Hann hefur verið undir handleiðslu margra þjálfara hjá Gróttu en helst ber þó að nefna Óskar Hrafn Þorvaldsson, föður Orra, sem hóf störf hjá Gróttu haustið 2015. Óskar þjálfaði Orra Stein í 4. og 3. flokki, og síðar í meistaraflokki, en í fyrra stýrði Óskar 3. flokki Gróttu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem Orri var lykilmaður. Í fyrra varð Orri yngsti leikmaðurinn til að spila með meistaraflokki Gróttu þegar hann kom inn á í 2. deildinni á móti Hetti og gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk. Orri var þá 13 ára og 354 daga gamall en metið átti Daði Már Jóhannsson sem var 14 ára og 330 daga gamall þegar hann lék með meistaraflokki. Orri Steinn mun ekki fara til FCK fyrr en næsta sumar og því gæti strákurinn náð að spila leiki með Gróttu í Pepsi Max deild karla 2020 áður en hann fer út. Það væri bæði gaman fyrir hann sem og Gróttu að sjá hann spreyta sig í efstu deild á Íslandi. Orri Steinn mun byrja á því að spila með sautján ára liði FCK og það er síðan undir honum komið að sýna sig og sanna. Orri hefur þegar öðlast mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og það verður fróðlegt að fylgjast með framþróun hans í Kaupmannahöfn.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira