„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 17:36 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“ Alþingi Félagsmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði félagsmálaráðherra hvort yfirlýsingar Gissurar Péturssonar, ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins, um málefni innflytjenda á málþingi sem hann sótti fyrir helgi, endurspegluðu stefnu stjórnvalda. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, átti að taka þátt í pallborði í málstofu um málefni innflytjenda og vinnumarkaðinn sem fór fram á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ásmundur forfallaðist en í hans stað mætti Gissur. Þorsteinn sagði að Gissur hefði haft í frammi sláandi ummæli um innflytjendur á Þjóðarspeglinum og þótti ástæða til að ræða málið við félagsmálaráðherra.Spurði hvort stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum „Þar sem meðal annars kom fram að hann teldi ekki ástæðu til að fræða innflytjendur frekar um réttindi sín á vinnumarkaði, þar væri hver á eigin ábyrgð að afla sér upplýsinga þar að lútandi. Hann teldi ekki ástæðu til að styrkja sérstaklega íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Hann tók það sérstaklega fram hvað það væri gott hvað það væri auðvelt að losna við fólk á íslenskum vinnumarkaði í þessu samhengi. Þetta gengur auðvitað þvert á framkvæmdaáætlun sem samþykkt var hér á Alþingi fyrir þremur árum síðan,“ sagði Þorsteinn undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Þorsteinn spurði hvort ráðuneytisstjórinn hefði verið að lýsa persónulegum skoðunum sínum eða hvort einhver stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum; hvort þetta væri lýsandi fyrir stefnu stjórnvalda og ráðherra í málaflokknum.Ráðherra sagðist hafa frétt af ummælum ráðuneytisstjórans og af pistli sem skrifaður var af því tilefni en bætti við að hann hefði ekki sett sig nægilega vel inn í málið.vísir/vilhelmÁsmundur Einar svaraði því að hann væri ekki vel inn í málinu en hefði frétt af pistli sem Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefði skrifað um fundinn og birt á vef Kjarnans. Hann gat þó staðfest að engin stefnubreyting hefði orðið í málaflokknum.Sjá nánar: Opið bréf til Ásmundar Einars DaðasonarSegir ummælin lýsa gríðarlegum fordómum og áhugaleysi Þorsteinn steig aftur í pontu og sagði að ummælin hefði honum þótt svo alvarleg að hann hefði fundið sig knúinn til að ræða við nokkra fundarmenn um þau. „Já, fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra ráðuneytis vinnumarkaðar og málefna innflytjenda af því þetta lýsir auðvitað gríðarlegum fordómum gagnvart stöðu innflytjenda á vinnumarkaði og gríðarlegu áhugaleysi ráðuneytis og ráðuneytisstjóra þessa ráðuneytis að sinna málefnum þessa hóps.“
Alþingi Félagsmál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira