Handbolti

Hefur komið að hundrað mörkum í fyrstu sjö leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Þrastarson.
Haukur Þrastarson. Vísir/Daníel
Haukur Þrastarson hefur verið öflugur með Íslandsmeisturum Selfyssinga í byrjun leiktíðar og er sá leikmaður sem hefur bæði skorað flest mörk og gefið flestar stoðsendingar í Olís deild karla í handbolta til þessa í vetur.

Haukur verður í sviðsljósinu á Stöð 2 Sport í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Stjörnunni í beinni útsendingu sem hefst klukkan 19.15.

Í síðasta leik Selfoss liðsins kom Haukur með beinum hætti að fimmtán mörkum sem þýðir að hann hefur alls komið að hundrað mörkum í fyrstu sjö leikjum tímabilsins.

Haukur hefur skorað 57 mörk sjálfur og gefið 43 stoðsendingar. Hann er því með 8,1 mark og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í fyrstu sjö umferðunum.

Haukur hefur komið að tólf mörkum eða fleiri í öllum sjö leikjunum en mest kom hann að 17 mörkum í leik á móti KA. Hér fyrir neðan má sjö mörk og stoðsendingar Hauks eftir leikjum en tölurnar eru frá HBStatz.

Mörk og stoðsendingar Hauks Þrastarsonar í Olís deild karla 2019-20:

Á móti Aftureldingu: 15 (9 mörk og 6 stoðsendingar)

Á móti KA: 17 (9 mörk og 8 stoðsendingar)

Á móti ÍBV: 12 (6 mörk og 6 stoðsendingar)

Á móti HK: 14 (8 mörk og 6 stoðsendingar)

Á móti Val: 13 (9 mörk og 4 stoðsendingar)

Á móti ÍR: 13 (7 mörk og 6 stoðsendingar)

Á móti FH: 16 (9 mörk og 7 stoðsendingar)

Samtals: 100 (57 mörk og 43 stoðsendingar)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×