Fótbolti

Stjóri Bayern situr í heitu sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kovac gæti misst starfið hjá Bayern München.
Kovac gæti misst starfið hjá Bayern München. vísir/getty
Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern München, þykir vera valtur í sessi eftir 5-1 tap Bæjara fyrir Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Bayern er fjórum stigum á eftir toppliði Borussia Mönchengladbach eftir tíu umferðir.

„Ég gat ekkert sagt til um það. Aðrir vita meira um það,“ sagði Kovac er hann var spurður hvort hann nyti enn trausts forráðamanna Bayern.

Kovac var áður stjóri Frankfurt en ummæli hans í síðustu viku um að Frankfurt ætti bestu stuðningsmenn í Þýskalandi vöktu litla lukku meðal stuðningsmanna Bayern.

Þá hætti Bayern við að halda opna æfingu í hádeginu í dag eins og liðið gerir venjulega. Það þykir vera vísbending um að Kovac gæti misst starfið fyrr en seinna.

Kovac tók við Bayern í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meisturum á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×