Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga 2. nóvember 2019 11:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands. fréttablaðið/anton brink Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Markmiðið er að styrkja góð tengsl landanna á sviðum viðskipta, stjórnmála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson, og sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni, matvælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrirtæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Icelandair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í markaðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin viðskipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti viðburður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrirtæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendinefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira