Það er stíf dagskrá fram undan á sportrásum Stöðvar 2, en fimmtán beinar útsendingar verða frá fótbolta, Olísdeildum kvenna og karla, golfi og fleiru í dag.
Dagurinn hefst á leik Wigan og Swansea í ensku Championship deildinni. Swansea er í toppbaráttunni í deildinni og má ekki við því að misstíga sig gegn Wigan í botnbaráttunni.
Það verður handboltatvíhöfði í Safamýrinni í dag. Klukkan 16:00 mætast Fram og KA í Olísdeild karla og að leik loknum mætast kvennalið Fram og Hauka.
Í La Liga verður toppslagur þegar Sevilla og Atletico Madrid en bæði lið þurfa á þremur stigum að halda til þess að halda í við Barcelona sem er einnig í eldlínunni í dag og Real Madrid.
Formúlan er komin til Bandaríkjanna og verður sýnt beint frá æfingu og tímatöku, tímatakan hefst klukkan 21:00.
Í nótt verður svo sýnt beint frá stórviðburði í UFC, Jorge Masvidal og Nate Diaz mætast í búrinu í Madison Square Garden.
Alla dagskrá sportrásanna í dag og næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í dag:
12:55 Wigan - Swansea, Sport
13:55 Roma - Napólí, Sport 3
14:55 Levante - Barcelona - Sport
15:50 Fram - KA, Sport 2
16:55 Bologna - Inter, Sport 4
17:25 Sevilla - Atletico Madrid, Sport 3
17:30 Bermuda Championship, Stöð 2 Golf
17:50 Fram - Haukar, Sport 2
17:55 Formúla 1: Æfing, Sport
19:40 Torino - Juventus, Sport 2
19:55 Real Madrid - Real Betis, Sport 3
20:50 Formúla 1: Tímataka, Sport
02:00 UFC 244: Masvidal vs Diaz
02:30 HSBC Championship, Stöð 2 Golf
04:00 Swinging Skirts LPGA Taiwan, Sport 4
