Segja gjaldkera hafa kafað djúpt í vasa Sportkafarafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:46 Sportkafarafélagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins. Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Sportkafarafélag Íslands sakar gjaldkera félagsins um að hafa tæmt reikninga þess og dregið sér samtals rúmar þrjár milljónir króna. Greint er frá ásökununum í færslu sem Sportkafarafélagið birti á Facebook í gærkvöldi. Formaður Sportkafarafélagsins staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hyggist kæra gjaldkerann til lögreglu. Í færslu félagsins, sem birt var seint í gærkvöldi, kemur fram að haldinn hafi verið „erfiður neyðarfundur“ vegna meints fjárdráttar í gær. „Gjaldkeri félagsins náði að hreinsa alla reikninga okkar niður í 0 krónur og hætti auk þess að greiða reikningana okkar sem og endurgreiðslur trygginga vegna leigu í nokkurn tíma undanfarið,“ segir í færslunni. Félagið væri þess vegna skuldugt um þessar mundir. Hugmyndir um úrbætur á því hefðu verið ræddar á fundinum í gær og að endingu hefði verið fallist á að senda strax út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld næsta árs. Þá verði lögð fram kæra til lögreglu á hendur gjaldkeranum og málinu fylgt eftir „af fullri hörku“. Færsluna má sjá hér að neðan.Færsla Sportkafarafélags Íslands sem birt var í gærkvöldi.Skjáskot/FacebookArnbjörn Kristjánsson formaður Sportkafarafélag Íslands staðfestir í samtali við Vísi að félagið telji gjaldkerann hafa dregið sér fé af reikningum félagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Þá séu stjórnendur félagsins búnir að safna saman gögnum og fá tíma hjá lögreglu til að leggja fram kæru. Gjaldkerinn vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því. Sportkafarafélag Íslands var stofnað árið 1982. Félagið hefur gert út köfunarferðir fyrir félagsmenn frá stofnun þess og er með bækistöðvar í Nauthólsvík. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins hafa virkir félagsmenn verið árlega allt að 75 talsins.
Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira