Sportpakkinn: „Hræðilegur sóknarleikur“ KR og tap í spennuleik í Seljaskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 15:30 Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Bára Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Íslandsmeistarar KR töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild karla í vetur í gærkvöldi þegar liðið heimsótti ÍR-inga í uppgjöri liðanna sem spiluðu til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR vann leikinn 78-77 og gerði það sem liðinu tókst ekki í lokaúrslitunum í fyrra sem var að vinna heimaleik á móti KR. KR tryggði sér titilinn eftir sigur í oddaleik í Vesturbænum. Arnar Björnsson setti saman frétt um leik ÍR og KR í gærkvöldi. „Sóknarleikurinn var bara hræðilegur“, sagði KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson eftir tap Íslandsmeistara KR í Hellinum í Breiðholtinu í gærkvöldi. „Bæði lið spiluðu góðan varnarleik en við bara „chokuðum“ í fjórða leikhluta. Matthías Orri lék með ÍR í úrslitarimmunni við KR á síðustu leiktíð þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn. „Við vorum bara illa stemmdir og þetta var bara ljótur leikur“. Borche Ilievski þjálfari ÍR vildi vinna leikinn „Við áttum tækifæri að verða fyrstir til að vinna KR og það eitt og sér átti að vera nóg til að kveikja í mínum mönnum. Bara nafnið KR á að duga til að „mótivera“ öll lið þar á meðal mitt lið. Við gáfum allt í leikinn og ég sagði mínum mönnum að ef munurinn yrði lítill ættum við möguleika á að vinna. Þú veist að við töpum ekki þeim leikjum“, sagði kampakátur þjálfari ÍR. Liðin sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, KR og ÍR, tókust á í Breiðholtinu. KR var með frumkvæðið og um miðjan annan leikhlutann munaði 12 stigum á mununum. ÍR minnkaði muninn í þrjú stig, KR var yfir í hálfleik 36-33. Georgi Boyanov var stigahæstur í ÍR-liðinu, hitti úr þremur af fjórum þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 26 stig og fiskaði 6 villur á KR-inga. ÍR byrjaði seinni hálfleikinn betur og snemma í lokafjórðungunum voru Breiðhyltingar með fjögurra stiga forystu. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur KR-inga með 20 stig og hann jafnaði metin í 64-64. KR-ingar náðu undirtökunum og eftir þriggja stiga körfu Jóns Arnórs Stefánssonar var KR með fimm stiga forystu (64-69) og fjórar mínútur eftir. ÍR svaraði og Bojonov skoraði úr tveimur vítaskotum þegar mínúta var eftir. Evan Christopher Singletary kom ÍR í 76-73 og 20 sekúndur til leiksloka. KR-ingar tóku leikhlé og Jakob minnkaði muninn í eitt stig. KR-ingar brutu og Florijan Jovanov skoraði úr báðum vítaskotum sínum. KR náði ekki þriggja stiga skoti til að jafna metin, Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig á lokasekúndunum, ÍR vann 78-77. Það má sjá alla fréttina hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira