Ritstjóri New York Times segir Trump hafa stofnað lífi blaðamanna í hættu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 10:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á tiltekna fjölmiðla í landinu. vísir/getty Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“ Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Ritstjóri bandaríska dagblaðsins New York Times, Dean Baquet, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stofna lífi blaðamanna blaðsins í hættu þar sem forsetinn útsetji þá fyrir svívirðingum og misnotkun og lýsi þeim sem „óvinum fólksins.“ Rætt er við Baquet á vef breska blaðsins Guardian en hann settist í ritstjórastól New York Times árið 2014. Baquet segir svívirðingar Trump í garð blaðamanna eins og Maggie Haberman, sem fjallar um stjórnmál fyrir New York Times, skelfilegar og geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. „Ég tel að persónulegar árásir hans í garð blaðamanna, þar á meðal Maggie, séu frekar hræðilegar og ekki forsetaembættinu sæmandi. Ég held líka að þegar hann ræðst með svona persónulegum hætti gegn blaðamönnum, til dæmis með því að uppnefna þá, þá sé hann að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Baquet. Þá segir hann að frasinn „óvinir fólksins“ hafi djúpa sögulega merkingu. „Ég tel að þegar forsetinn segi það þá sé það skelfileg árás á fjölmiðla,“ segir Baquet. Trump hefur ekki farið leynt með óbeit sína á tilteknum fjölmiðlum, eins og til dæmis við New York Times, Washington Post og CNN. Orð Baquet í viðtalinu við Guardian enduróma orð AG Sulzberger, útgefanda New York Times, sem hefur einnig látið Trump heyra það vegna orðræðu og framkomu forsetans gagnvart fjölmiðlum. Baquet segir starf sitt vera að fjalla um heiminn af mikilli forvitni en ekki að vera einhvers konar stjórnarandstaða gegn Trump, þótt hann hafi fengið mörg símtöl frá lesendum um að taka enn gagnrýnni nálgun gagnvart forsetanum. Aðspurður hvort að Trump sé rasisti kveðst Baquet ekki vita það. „Ég tel að Donald Trump segi hluti sem geta valdið deilum á milli kynþátta. Ég held að það sé aðeins annað. Ég er ekki nógu mikið inni í hausnum á honum til þess að vita hvort hann segi þessa hluti til þess að kynda undir hjá kjósendum sínum.“
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira