Söknuður Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Fyrir rúmri viku síðan hélt ég af stað, einn, í ferðalag, og það ekkert smá ferðalag. Áfangastaðurinn var Sydney og förinni því heitið alla leið hinum megin á hnöttinn. Dagurinn áður en ég fór af stað var mjög erfiður. Ég brotnaði niður heima þegar ég allt í einu áttaði mig á því að það væri komið að þessu, en ég vissi ekki af hverju. Ég var varla heill, né hálfur maður. Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall. Sumarið var handan við hornið og sólin skein. Ég man að ég var mjög spenntur fyrir sumrinu. Þegar ég gekk inn heima að þá var enginn þar. Ég var svangur svo að ég fór inn í eldhús og fékk mér að borða. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri, banana og osti – eins og mamma hafði kennt mér – og kakó með. Mamma hafði nefnilega einkar gott lag á því að að skera bananann niður á brauðið og afhenda mér það áður en brauðið var orðið kalt. Ég náði þessu sjaldan, eða aldrei, og gerði mér því að góðu kalt ristað brauð. Á meðan ég sat inni í eldhúsi að borða heyrði ég útidyrahurðina opnast og vissi sem var að pabbi væri að koma heim. Pabbi kemur inn í eldhús, á meðan ég er ennþá að borða, og ég sé strax að það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Hann segir mér að hann þurfi að tala við mig. Þarna var pabbi í þann mund að fara að segja 11 ára gamla stráknum sínum að mamma hans kæmi aldrei aftur heim af spítalanum. Þegar 11 ára gamall strákur fær fréttir sem þessar kemur flóð tilfinninga. Flóð tilfinninga sem sumar hverjar 11 ára strákur hefur aldrei upplifað, og þá allavega ekki í þessu magni. Næstu daga var ég mikið inni á spítala með mömmu og var oft á tíðum erfitt að fá mig út af honum. Fjórum dögum síðar, þann 16. maí 2003, dó hún. Ég man að pabbi sat á rúmstokknum hjá mér þegar ég vaknaði heima hjá ömmu og afa og sagði mér að mamma væri dáin. Í minningunni voru viðbrögð mín lítil og í raun aðeins þau að ég bara vaknaði. Ég vaknaði og var staðráðinn í því að þetta myndi ekki brjóta mig. Staðráðinn í því að þetta myndi einmitt bara styrkja mig. Styrkja mig í þeirri vegferð að verða jákvæður, glaður og sterkur. En á sama tíma hafði sumarið, sem var handan við hornið aðeins örfáum dögum fyrr, horfið og í staðinn hafði þessi gríma tekið öll völd. Þegar tilfinningaflóðið reið yfir að þá virtist bara vera einn kostur, og sá kostur var að flýja flóðið. Koma mér í burtu. Og í þessu flóði var ein tilfinning ofboðslega fyrirferðarmikil. Svo fyrirferðarmikil að mér tókst ekki að flýja hana. Söknuðinn. Þegar ég brotnaði niður daginn fyrir ferðalagið að þá var ég ekki að brotna niður af því að ég hræddist flugferðirnar, eða af því að ég hræddist það hvert ég var að fara. Ég hræddist fjarlægðina. Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar. Ég hvorki segi það upphátt né hugsa út í að það sé einu sinni möguleiki að sakna. Af því að einu sinni var söknuðurinn svo lengi og mér leið eins og ég gæti ekkert annað gert en að hætta að sakna. Þegar nokkrir dagar höfðu liðið á dvöl mína hér í Sydney áttaði ég mig allt í einu á þessu, af hverju ég hafði brotnað niður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að lenda á enn einni hraðahindruninni á ferðalaginu mínu. Hindrun sem ég hafði komist hjá þar til núna. En allt í einu var ég á leiðinni hinum megin á hnöttinn og upp blossaði þessi hræðilega tilfinning. Þessi hræðilega tilfinning að sakna. Og reynsla mín af þessari tilfinningu er sú að hún fer ekki. Og það eina sem ég gæti gert væri að flýja hana. En svo mundi ég. Tilfinningarnar okkar, góðar eða erfiðar, eru eins og öldur. Öldurnar koma yfir, þær eru misstórar og geta jafnvel komið mjög hratt yfir, en á endanum þá fara þær alltaf. Það er engin alda sem varir að eilífu og það nákvæmlega sama gildir um tilfinningarnar okkar. Það nákvæmlega sama gildir um söknuðinn sem ég hræddist svo mikið. Þegar söknuðurinn hellist yfir þá finnst manni maður oft varla heill né hálfur maður. Og manni finnst maður óskaplega ósjálfbjarga. Og það er oft mjög erfitt að sakna. En ég mun alltaf sakna mömmu, það er ekkert sem mun breyta því. Ég sakna þess að fá heitt ristað brauð frá mömmu. Ég sakna þess að geta ekki knúsað hana þegar mér líður illa. En söknuðurinn kemur og fer. Ég mun sakna fólksins sem ég elska þegar ég fer í ferðalög, hvort sem það er hinum megin á hnöttinn eða ekki. En söknuðurinn mun ekki vara að eilífu. Allt í einu fann ég að það var allt í lagi að sakna. Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Fyrir rúmri viku síðan hélt ég af stað, einn, í ferðalag, og það ekkert smá ferðalag. Áfangastaðurinn var Sydney og förinni því heitið alla leið hinum megin á hnöttinn. Dagurinn áður en ég fór af stað var mjög erfiður. Ég brotnaði niður heima þegar ég allt í einu áttaði mig á því að það væri komið að þessu, en ég vissi ekki af hverju. Ég var varla heill, né hálfur maður. Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall. Sumarið var handan við hornið og sólin skein. Ég man að ég var mjög spenntur fyrir sumrinu. Þegar ég gekk inn heima að þá var enginn þar. Ég var svangur svo að ég fór inn í eldhús og fékk mér að borða. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri, banana og osti – eins og mamma hafði kennt mér – og kakó með. Mamma hafði nefnilega einkar gott lag á því að að skera bananann niður á brauðið og afhenda mér það áður en brauðið var orðið kalt. Ég náði þessu sjaldan, eða aldrei, og gerði mér því að góðu kalt ristað brauð. Á meðan ég sat inni í eldhúsi að borða heyrði ég útidyrahurðina opnast og vissi sem var að pabbi væri að koma heim. Pabbi kemur inn í eldhús, á meðan ég er ennþá að borða, og ég sé strax að það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Hann segir mér að hann þurfi að tala við mig. Þarna var pabbi í þann mund að fara að segja 11 ára gamla stráknum sínum að mamma hans kæmi aldrei aftur heim af spítalanum. Þegar 11 ára gamall strákur fær fréttir sem þessar kemur flóð tilfinninga. Flóð tilfinninga sem sumar hverjar 11 ára strákur hefur aldrei upplifað, og þá allavega ekki í þessu magni. Næstu daga var ég mikið inni á spítala með mömmu og var oft á tíðum erfitt að fá mig út af honum. Fjórum dögum síðar, þann 16. maí 2003, dó hún. Ég man að pabbi sat á rúmstokknum hjá mér þegar ég vaknaði heima hjá ömmu og afa og sagði mér að mamma væri dáin. Í minningunni voru viðbrögð mín lítil og í raun aðeins þau að ég bara vaknaði. Ég vaknaði og var staðráðinn í því að þetta myndi ekki brjóta mig. Staðráðinn í því að þetta myndi einmitt bara styrkja mig. Styrkja mig í þeirri vegferð að verða jákvæður, glaður og sterkur. En á sama tíma hafði sumarið, sem var handan við hornið aðeins örfáum dögum fyrr, horfið og í staðinn hafði þessi gríma tekið öll völd. Þegar tilfinningaflóðið reið yfir að þá virtist bara vera einn kostur, og sá kostur var að flýja flóðið. Koma mér í burtu. Og í þessu flóði var ein tilfinning ofboðslega fyrirferðarmikil. Svo fyrirferðarmikil að mér tókst ekki að flýja hana. Söknuðinn. Þegar ég brotnaði niður daginn fyrir ferðalagið að þá var ég ekki að brotna niður af því að ég hræddist flugferðirnar, eða af því að ég hræddist það hvert ég var að fara. Ég hræddist fjarlægðina. Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar. Ég hvorki segi það upphátt né hugsa út í að það sé einu sinni möguleiki að sakna. Af því að einu sinni var söknuðurinn svo lengi og mér leið eins og ég gæti ekkert annað gert en að hætta að sakna. Þegar nokkrir dagar höfðu liðið á dvöl mína hér í Sydney áttaði ég mig allt í einu á þessu, af hverju ég hafði brotnað niður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að lenda á enn einni hraðahindruninni á ferðalaginu mínu. Hindrun sem ég hafði komist hjá þar til núna. En allt í einu var ég á leiðinni hinum megin á hnöttinn og upp blossaði þessi hræðilega tilfinning. Þessi hræðilega tilfinning að sakna. Og reynsla mín af þessari tilfinningu er sú að hún fer ekki. Og það eina sem ég gæti gert væri að flýja hana. En svo mundi ég. Tilfinningarnar okkar, góðar eða erfiðar, eru eins og öldur. Öldurnar koma yfir, þær eru misstórar og geta jafnvel komið mjög hratt yfir, en á endanum þá fara þær alltaf. Það er engin alda sem varir að eilífu og það nákvæmlega sama gildir um tilfinningarnar okkar. Það nákvæmlega sama gildir um söknuðinn sem ég hræddist svo mikið. Þegar söknuðurinn hellist yfir þá finnst manni maður oft varla heill né hálfur maður. Og manni finnst maður óskaplega ósjálfbjarga. Og það er oft mjög erfitt að sakna. En ég mun alltaf sakna mömmu, það er ekkert sem mun breyta því. Ég sakna þess að fá heitt ristað brauð frá mömmu. Ég sakna þess að geta ekki knúsað hana þegar mér líður illa. En söknuðurinn kemur og fer. Ég mun sakna fólksins sem ég elska þegar ég fer í ferðalög, hvort sem það er hinum megin á hnöttinn eða ekki. En söknuðurinn mun ekki vara að eilífu. Allt í einu fann ég að það var allt í lagi að sakna. Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar