Minningarathöfn við Kögunarhól við Suðurlandsveg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2019 12:00 Athöfnin fer fram klukkan 14:00 í dag við Kögunarhól. Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“. Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Björgunarsveitir í Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu og sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafa boðað til minningarstundar um fórnarlömb umferðarslysa klukkan tvö á eftir. Athöfnin fer fram við krossana við Kögunarhól á milli Hveragerðis og Selfoss. Við Kögunarhól eru fjölmargir krossar til að minnast þeirra sem hafa látist í umferðarslysum í gegnum árin á Suðurlandsveginum. Kveikt verður á kerti við krossana á eftir um leið og viðbragðsaðilar í Árnessýslu ætla að koma saman og standa fyrir minningarathöfn fórnarlamba umferðarslysa. „Þarna er verið að vekja athygli á þremur hlutum. Í fyrsta lagi að minnast þeirra sem hafa slasast eða látist í umferðarslysum, í öðru lagi að vekja okkur til umhugsunar um það að við þurfum að fara varlega í umferðinni og í þriðja lagi að þakka þeim sem eru að sinna þessum sorglegu atburðum dags daglega, sem eru þessir aðilar sem verða þarna á staðnum“, segir Gísli Páll Pálsson, gjaldkeri Hjálparsveitar Skáta í Hveragerði og talsmaður athafnarinnar. Gísli Páll Pálsson, sem er talsmaður athafnarinar við Kögunarhól og björgunarsveitarmaður í Hveragerði.Magnús HlylnurGísli Páll segir að dagskráin verði stutt og einföld, það verði flutt tvö ávörp og kveikt á kerti, fyrst og fremst sé um táknræna athöfn á ræða. Gísli Páll segir að athöfnin við Kögunarhól sé á stað þar sem einn hættulegasti umferðarkafli á Íslandi er, þar að segja á milli Hveragerðis og Selfoss. „Það hafa reyndar orðið verulegar endurbætur á þessum kafla á þessu ári en við viljum ýta á eftir því að fá allan veginn frá Hveragerði á Selfoss þannig að það verði aðskildar akreinar“. Gísli Páll segir að viðbragðsaðilar í Árnessýslu óttist stórt rútuslys í Árnessýslu. „Við erum vissulega undirbúin fyrir það að það verði stórt rútuslys sem ég held því miður að sé bara tímaspursmál hvenær verði. Þá veitir okkur ekkert af öllum þeim björgum, sem við höfum á Suðurlandi, bæði sjúkraflutningar, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Það er eitthvað sem við æfum reglulega, viðbrögð við svona stóru slysi ef það verður“, segir Gísli Páll. Gísli Páll segir að allir séu velkomnir á eftir á athöfnina við Kögunarhól. „Já, það eru allir velkomnir. Við fengum leyfi hjá bóndanum á Kjarri að leggja á túnið sem er þarna rétt austan við, það er frosið, þannig að þar er stæði fyrir tugi eða hundruð bíla. Bara að fara varlega, það er aðalatriðið, við viljum ekki að neinn slasist við að koma til okkar eða fara frá okkur“.
Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira