Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 16. nóvember 2019 20:11 Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir. Þetta á við um flugmenn, lögregluþjóna, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn en Ingibjörg Hreiðarsdóttir, sérfræðiljósmóðir í sykursýki, hefur að undanförnu skoðað þessi mál. „Þetta er bara ekki nútíminn. Við höfum haldbærar rannsóknir og gögn víða í heiminum þar sem hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem að eru með sykursýkigrunninn og þurfa á insúlínmeðferð að halda, þeir geta verið með mjög metnaðarfulla og góða blóðsykurstjórnun á par við þá sem að teljast heilbrigðir,“ segir Ingibjörg. Í Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada er fólk með sykursýki í áðurnefndum störfum en það þarf þó að sýna fram á góða blóðsykurstjórnun. Tómas Dagur Helgason hafði starfað sem flugstjóri í tæplega 30 ár þegar hann greindist með sykursýki og missti réttindin árið 2013. Hann segir það áfall að hafa greinst með sjúkdóminn og missa atvinnuréttindin. „Flugið fyrir mér er meira heldur en vinna. Þetta er ástríða,“ segir Tómas. Hann hefur í nokkur ár barist fyrir því að reglurnar verði endurskoðaðar og segir hann fátt um svör. Hann er með bresk flugstjóraréttindi og má fljúga breskum og írskum flugvélum en ekki íslenskum. „Þeirra mat er að þetta sé hættulítið, skulum við segja, miðað við ákveðnar aðstæður en ég þarf að halda ákveðnum gildum bæði fyrir flug og á meðan flugi stendur.“ Ný tækni hefur gjörbreytt stöðunni og Tómas segist geta skannað blóðsykur öllum stundum og verið með insúlíndælu tengda við sig. „Ég myndi vilja að við horfðum til þessara stóru landa og nýttum þessi flottu gögn sem til eru og myndum meta fólk eftir eigin verðleikum í metnaðarfullri blóðsykurstjórnun,“ segir Ingibjörg.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira