Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. nóvember 2019 06:00 Atvinnuleysi leggst þyngst á yngra fólk. Fréttablaðið/Ernir Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands sést að í fyrsta sinn frá árinu 2011 fer launþegum í landinu fækkandi. En á þeim tíma var þjóðfélagið enn að jafna sig eftir áfall bankahrunsins og mikið atvinnuleysi. Samfara þessu hefur atvinnuleysi aukist umtalsvert, úr rúmlega 4.000 í rúmlega 7.000 á einu ári. Sigrún Halldórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, telur líklegt að atvinnulausum haldi áfram að fjölga miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Hún setur jafnframt þann fyrirvara að sumar tölurnar séu ekki 100 prósent nákvæmar en að heildarmyndin gefi góða mynd af stöðunni. Við nánari greiningu á tölunum sést að fækkunin er áberandi mest í ferðaþjónustunni, 2.500 manns eða 8,2 prósent á einu ári. Sigrún segir flugið eiga þar stóran þátt. Fækkun er í flestum öðrum einkareknum greinum um eitt til tæplega fjögur prósent. Það sem spyrnir á móti er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þetta er umtalsverð breyting þar sem á árunum 2015 til 2017 var fækkun í þeim geira. Þá hefur fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Að sögn Sigrúnar gætu tölurnar þó verið örlítið ofreiknaðar.Aukið atvinnuleysi leggst mishart á landshlutana. Harðast bítur það á Suðurnesjum en á aðeins einu ári hefur atvinnulausum þar fjölgað um meira en helming, úr 511 í 1.146. Næstþyngst leggst það á höfuðborgarsvæðið en minna á landsbyggðina. Í öllum landshlutum er þó fjölgun í hópi atvinnulausra. Þá leggst atvinnuleysi, nær línulega, þyngst á yngra fólk. Atvinnuleysi er hins vegar ekki eina ástæðan fyrir fækkun launþega í landinu. Öryrkjum fjölgar, til dæmis vegna slits og geðrænna kvilla. Samkvæmt nýrri skýrslu félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar hefur hægt á fjölgun öryrkja á undanförnum árum en hún hefur þó verið viðvarandi undanfarna áratugi. Önnur breyta er öldrun þjóðarinnar. Rétt eins og í öðrum vestrænum ríkjum hefur hlutfall lífeyrisþega farið hækkandi. Í dag eru rúmlega 12 prósent landsmanna ellilífeyrisþegar en fyrir tíu árum voru þeir tæplega ellefu prósent. Þá eru ótaldir þeir sem eru í skóla, fæðingarorlofi eða hafa flutt úr landi. Sigrún segir að þrátt fyrir að starfandi Íslendingum fækki þá fjölgi starfandi útlendingum í staðinn. Það vegur hins vegar ekki nægilega upp á móti heildarfækkun launþega í landinu.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira