Blaðamenn leggja aftur niður störf Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2019 19:00 Frá fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag. Vísir/einar Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag, sem hófst klukkan 13:30. Átta stunda vinnustöðvun meðlima Blaðamannafélagsins hefst því á morgun klukkan 10. Vinnustöðvunin nær til þeirra blaðamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins á stærstu netmiðlum landsins; Vísi.is, mbl.is, Fréttablaðinu.is og ruv.is. Engar nýjar fréttir munu birtast á miðlinum á fyrrnefndu átta klukkustunda tímabili. Sambærileg, fjögurra stunda vinnustöðun fór fram á föstudag í síðustu viku. Starfsmenn Morgunblaðsins gengu þá í störf blaðamanna vefmiðilsins og kærði Blaðamannafélagið mbl.is því til Félagsdóms fyrir verkfallsbrot, alls 30 tilfelli. Átján blaðamenn miðilsins lýstu yfir vonbrigðum með athæfi samstarfsmanna sinna, sem þeir sögðu hafa verið með vitunda og vilja yfirmanna sinna.Enginn Félagsdómur er þó starfandi sem stendur en gengið er út frá því að hann verði fullskipaður í næstu viku. Ætla má að fyrrnefndu verkfallsbrotin verði þá tekin fyrir. Takist Blaðamannafélaginu og Samtökum atvinnulífsins ekki að ná samningum á næstunni munu blaðamann aftur leggja niður störf föstudaginn 22. nóvember, þá í tólf klukkustundir frá 10 til 22. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember. Fréttir verða þó áfram sagðar á Bylgjunni á heila tímanum á morgun, venju samkvæmt. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31